Thursday, May 31, 2007

Karlmenn eru allir eins...

...þegar kemur að klósettvenjum. Komon, hvað er þetta með að pissa á nýja fína klósettið mitt í Sóleyjarima og láta það svo bara vera þar og harðna og úldna??? OJ. Klósettið bara skilið eftir opið og svo kemur næsti og pissar oní gamla pissið...
Já verði ykkur að góðu því ég ætla ekki að hreinsa upp eftir ykkur iðnaðarmannakallar...ég kem ekki með ajaxið fyrr en allt er um garð gengið.
Hvern er ég að plata? Ég get ekki beðið eftir að arka upp eftir með oxygelið og spreyja hvern krók og kima á klósettskálinni og þurrka svo vel á eftir.
Ætli þeir myndu skilja hintið ef ég léti oxy-þurrkur á stól við hliðina á klósettinu???

Tuesday, May 29, 2007

Englarnir gráta í dag...og ég með.

Á vef mbl segir frá því að í dag hafi 8 mánaða gamalt barn fundist hangandi í snöru en þó á lífi í hjólhýsahverfi í Texas, en skammt frá fannst móðir þess og systkini, 5, 3ja og 2ja ára öll látin. Mér er orða vant...

Saturday, May 26, 2007

Ævintýradagur án mikillar fyrirhafnar

Kjartan og tengdapabbi fóru að leggja parketlista í húsinu í dag, svo ég og strákarnir fórum í bíltúr og leituðum uppi ævintýri. Fyrst fórum við til ömmu Heiðu þar sem Kristófer spilaði á Spidermanspil við ömmu,


Þorgeir Sölvi keyrði um allt á tryllitækinu á myndinni,


og Alexander náði að slaka svolítið á í ferðarúminu sem hér sést.


Að því loknu fórum við til ömmu Guðfinnu þar sem við vorum í góðu yfirlæti fram á kvöld. Kristófer fékk að fara með ömmu í Bónus því hann er svo stór og stilltur og Þorgeir var ekki mjög ánægður með það. En brúnin lyftist þegar afi mætti á svæðið með Sleipni og litli hestamaðurinn fékk að fara á bak!

Thursday, May 24, 2007

RapeLay

Já nú er nýjasta æðið í tölvuleikjunum komið á sjónarsviðið, leikur sem virkar svo spennandi að ég get ekki beðið eftir því að strákarnir mínir fái tækifæri til þess að spreyta sig á honum og fleiri álíka leikjum. Í þessum firrta heimi er nauðsynlegt að viðkvæmar barnssálir fái tækifæri til þess að æfa sig í að nauðga, drepa og meiða. Í fyrrnefndum leik er fjallað um ævintýri söguhetjunnar chikan (öfuguggi á japönsku), en hann hefur það fyrir sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Ein konan vísar lögreglunni á hann eftir að hafa orðið fyrir barðinu á honum. Í kjölfarið tekur hann að hefna sín og nauðgar konunni sem kærði hann auk systur hennar og móður. Þegar hann er búinn að nauðga þeim öllum getur hann óhindrað haldið áfram að nauðga þeim hvar og hvenær sem er og þar sem búið er að sigra þær geta þær ekki neitað því að taka þátt í þeim kynlífsathöfnum sem hann vill.
Já þetta er eitthvað fyrir unga og upprennandi karlmenn og unglingspilta. Frábær boðskapur í saklausu formi. Og lögreglan er að skoða þetta. Gott hjá henni. (Á vef mbl.is í dag.)

Sunday, May 20, 2007

Sunnudagur til sælu

Góðan daginn.
Hér á bæ er vaknað um fimm- sex leytið og farið á fætur um sjö, efast samt um að allir séu jafnheppnir eða þannig. Ég held að enn finnist týpur sem þurfa ekki að vakna fyrr en um kannski tíu eða jafnvel ellefu. Bara ef ég væri ein af þeim....ennþá!!!
En hér er nýjasta myndin af liðinu mínu. Ég held að ég sé búin að standa mig nokkuð vel og tilkynni hér með að ég er hætt. Í bili að minnsta kosti...

Saturday, May 19, 2007

Allir þreyttir

Ég veit það. Ég er langlang...sætastur í öllum heiminum!


Kjartan er á leiðinni út með strákana í enn eina byggingavöruverslunina. Hann verður örugglega eitthvað að vinna í húsinu í dag og ég með strákana. Það eru allir mjög þreyttir og það gengur mikið á...Ég veðja á að sumir sofni mjög fljótlega eftir að komið er út í bíl!
Ég er búin að opna nýjan link fyrir neðan myndalinkinn. Þar ætla ég að setja inn jólakortin og skrappsíðurnar sem ég er að skapa mér til ánægju og yndisauka þegar ég hef tíma. Vona að þið hafið gaman af. Stefni svo á að setja inn myndir í photos á eftir...
Hafið það gott í dag.

Friday, May 18, 2007

Krakkakot

Já það er fjör í kotinu þessa dagana. Enginn leikskóli og íbúðin er eins og sprengjusvæði! En þetta er gaman. Þorgeir er búinn að sofa tvær nætur í röð inni hjá mömmu. Í fyrrinótt þorði ég ekki annað en að hafa hann af því að hann rotaðist næstum því á stofuborðinu og í nótt vaknaði hann við miður skemmtilegan hund sem ruddist inn í draumaheiminn hans. Þegar mamma svo kom inn þá trylltist hann, hélt ég væri hundurinn eða eitthvað.
Við fengum múrara til að klára baðherbergin og setja upp tækin. Það fara að koma innréttingar og hurðar og okkur langaði bara að klára þetta einn tveir og tíu! Það er frábært að sjá hvað þetta er flott gert hjá Jóni, Kjartani og Frikka...það sést þegar fúgan er komin á veggina og allt lifnar við. Þetta er samt ekki búið en komið langt á veg enda mest frágangur eftir.
Kjartan er svo búinn að vera að dútla við stigann svo það sé hægt að fara að setja handriðið upp. Mig grunar að við ættum að geta flutt inn skömmu eftir mánaðarmót. Enda verðum við að fara að drífa okkur. Megum vera hér í síðasta lagi til 17. júní og tíminn er fljótur að líða.
Jón og Gunna eru að fara til Halifax á morgun! Versla, versla, versla.....það verður stuð hjá þeim.
Við sitjum eftir og reynum að skemmta okkur yfir nýjustu tíðindunum í pólitíkinni. Björn Bjarnason blótar Jóhannesi í Bónus, Árni Johnsen er að fara á þing eftir að hafa rænt alla þjóðina í beinni útsendingu og setið á hrauninu fyrir og Ingibjörg Sólrún er að fara að sjá langþráðan draum rætast. Hvað gæti verið skemmtilegra en það???????

Saturday, May 12, 2007

Sóleyjarimi...parketlagður

Var búin að lofa myndum af parketinu í slotinu okkar, voila:



Hjónaherbergið
Gangurinn við útidyrnar og helmingurinn af stofunni.
Og ég verð að fá að vera með af því að ég er svo geðveikt sætur að reyna að sjúga snudduna!

Risessan í Reykjavík






Strákarnir fóru í sveitarferð með pabba sínum í dag og mamma var heima með litla kút. Það var auðvitað svaka stuð og farið á hestbak og fleira til gamans gert.

Friday, May 11, 2007

Júróvisíón bömmer...aftur

Af hverju fá ekki öll löndin að taka þátt á laugardaginn?
Þetta er bara niðurlægjandi og asnalegt. Ef þetta á að heita Júróvisíon með rentu þá fá allir að vera með...bannað að skilja útundan.
En það er fyndin þessi umræða með austur-evrópu löndin. Sumir segja klíka, aðrir segja að það sé ofsóknarbrjálæði. En komon, eina landið sem komst áfram í gær sem ekki tilheyrði austur-evrópu var Tyrkland. KOMON!!!

Tuesday, May 08, 2007

Formlega viðurkenndur risi...


Er maður ekki formlega orðinn svolítill risi, þegar maður fær auka skoðun á heislugæslunni til þess að fylgjast með vigtinni á manni? Á að mæta eftir mánuð aftur...


(Sætastur í buxunum frá Brynju "frænku".)
Mamma er svolítið hrædd um það!
Þegar
Kristófer var þriggja mánaða var hann:
7.260 kg og 63.5 sm
Þorgeir var fjögurra mánaða var hann 7.015 kg og 66 sm.
Núna er ég orðinn rúmlega 3ja mánaða (+ein vika) og ég er:
9.090 kg og 65.5 sm!!!

Monday, May 07, 2007

Búið að parketleggja!

Ofurmennirnir eru búnir að parketleggja! Já Frikki, Toggi og Kjartan kláruðu að parketleggja í gærkvöldi...enda eru þeir með marða putta, harðsperrur og slitnar sinar! En allt sem hægt var að klára er semsagt komið, það vantar örfáa borða í eldhúsið sem ekki er hægt að leggja fyrr en sökklarnir undir eldhúsinnréttinguna eru komnir og svo verða listarnir settir eftir að búið er að koma hurðunum fyrir. Það fer að styttast í þær og eldhúsinnréttinguna, tíminn líður ótrúlega hratt. Þeir áætla að byrja á uppsetningu 20. maí! Þá þurfum við að fara að ákveða hvaðan við ætlum að fá borðplötu, en það tekur að minnsta kosti 2 vikur að sníða hana til.
Jæja, ég reyni að setja inn myndir af húsinu í dag. Bestu kveðjur frá Guðbjörgu, Alexander og Þorgeiri sem er með einhvern leiðindahósta og er því heima í dag!

Friday, May 04, 2007

Strákapör

Kristófer minn er heima hjá mömmu...að minnsta kosti næsta klukkutímann. Hann sat á rúmstokknum í sakleysi sínu í morgun og var að klæða sig í fötin sín, þegar Þorgeir óviti SPARKAÐI honum úr rúminu! Og ég horfði á og gat ekkert gert nema öskrað! Ótrúlegt, ég er enn að jafna mig. Að vísu held ég að við höfum sloppið vel, en ég þori ekki annað en að vera viss og fylgjast með....þessir strákar!

Thursday, May 03, 2007

allt á fullu

Ryksugan hefur verið á fullu síðustu daga ef svo mætti að orði komast. Kjartan, pabbi hans og Frikki vinur hans hafa verið á fullu að parketleggja, svo húsið er að breytast mikið þessa dagana. Það er langt komið uppi eins og sést á þessum myndum og ætlunin er að reyna að komast niður og klára þar um helgina...

Þetta er sjónvarpsholið uppi...

Þetta er annað strákaherbergið...
Sjáum til hvernig gengur. Á meðan hef ég haft í fullu fangi með strákana, en með góðri hjálp frá ömmu Guðfinnu og ömmu Heiðu. Ekki finnst strákunum það heldur leiðinlegt að vera hjá ömmunum sínum.

En við Alexander biðjum bara að heilsa, góða helgi!

Free Hit Counters
Web Site Counters