Wednesday, February 20, 2008

Geðklofi

Þessa vikuna er ég blaðakona...
Það var gaman fyrsta daginn minn á 24 stundum...leitið eftir gsh í blaðinu á morgun og á föstudaginn og þá ættuð þið að finna eitthvað pínu eftir mig!

Saturday, February 16, 2008

Útvarpsstjarnan fer á 24 stundir næst

Þá er útvarpskaflanum í þjálfuninni lokið. Hann gekk bara mjög vel og í gær unnum við Klara pistil og tókum viðtal og ég las svo upp pistilinn í síðdegisútvarpinu í gær! Mega gaman.
Það getur vel verið að það heyrist eitthvað í okkur á Rás 1 um helgina en ég veit ekki hvort eða hvenær það kemur svo ég segi ekkert meir.
En annars þá er það blaðið 24 stundir sem við heimsækjum næst. Það er mjög gaman að sjá þetta allt og prófa, en það tekur virkilega á. Sérstaklega þar sem maður nær ekki að koma sér almennilega inn í tölvukerfin sem eru æði mismunandi á milli staða á þessum stutta tíma.

En annars er allt mjög gott að frétta, strákarnir hraustir og í fínu formi og allir nokkuð glaðir bara!

KK.
g.

Wednesday, February 13, 2008

Útvarpsstjarnan....sem heyrist ekki í!

Jæja gott fólk, ég er hrædd um að þið verðið að stilla á gufuna í fyrramálið. Klukkan 8:20, kannski fyrr þá kemur frétt eftir okkur Klöru í útvarpinu. Ég tók viðtalið og við unnum fréttina saman, en Klara les hana. Því miður heyrist ekkert í undirritaðri að sinni...en kannski maður fái tækifæri síðar hm. Þið vitið bara af því að ég er þarna á bakvið tjöldin! Jæja best að fara að hvíla sig, það tekur á að vera svona útvarpsstjarna!

Friday, February 08, 2008

Fréttablaðið

Það er strembin en mjög skemmtileg vika að baki. Ég var í skólanum og svo var ég 3 daga í starfsþjálfun hjá Fréttablaðinu. Ég fékk að gera helling og fyrir glögga lesendur má sjá litla frétt sem ég þýddi og skrifaði í blaðinu í gær og í dag var líka efni eftir mig og ýmislegt ómerkt efni næstu daga. Voða gaman og vikan búin að líða hratt! Að vísu er ég mjög þreytt, Alexander er búinn að vera mjög pirraður því hann er að taka tennur og það hefur verið mjög erfitt fyrir hann. Búinn að vera með hita og varla sofið á nóttunni. Þannig að maður fer að fara í apótekið og kaupa grænt te og svoleiðis! Kannski maður sendi Höllu sms til Flórída og biðji hana um að redda einum pakka...hm.
En eins og ég segi þá hefur þetta verið mjög skemmtilegt! Í næstu viku fer ég svo á RÚV, útvarp og svona gengur þetta næstu fimm vikurnar.
Þannig að maður verður ekki mjög aktívur á öðrum sviðum kannski. Ég vona að ég geti samið við Kjartan því ég þarf mikið að læra um helgina...

Góða helgi,
kk.
g.
Free Hit Counters
Web Site Counters