Sunday, March 30, 2008

Stress og bólur

Komið þið blessuð og sæl!
Ég veit ég hef ekkert bloggað, alger fýlupúki. En já það hefur verið svolítið mikið að gerast um ekki neitt svo ég hef bara ekki nennt að setjast niður og skrifa um það. Ég er bara á fullu í skólanum og núna er ég að reyna að klára verkefni sem ég tók að mér utan skóla og er ekki alveg að brillera í því...kemur á óvart hehehe.
En ég leit óvart fram í tímann í dagbókinni minni og fattaði þá óvart að það eru bara 2 kennsluvikur eftir í skólanum...ég varð alveg bit. Hvert fór tíminn? Nú sér maður eftir skrópunum og eftir því að hafa dregið hitt og þetta verkefnið á eftir sér óklárað....stresslevelinn fer hækkandi, en ég verð að byrja á því að ljúka þessu utanskólarverkefni áður en ég get byrjað að hugsa um allt hitt. En ég vona að þið hafið það sem allra best. Ég er ein bóla þessa dagana, veit ekki hvort það er stressið eða páskaeggjiaátið!?? You go figure...hm. En ég set svo nokkrar skrappmyndir með sem ég er búin að vera að gera síðustu daga þegar ég átti að vera að læra, eitthvað þurfti ég að gera við dótið sem ég keypti mér á netinu í staðinn fyrir að vera að læra!!!






Sunday, March 16, 2008

Þreyttur

Guttarnir okkar á laugardaginn síðasta....:

Jæja þá er starfsþjálfuninni lokið og þá taka við verkefnin í skólanum og utan...og það situr ýmislegt á hakanum svo ég verð að fara að herða mig. Annars er allt bara nokkuð gott að frétta!
Eigið góða vinnuviku framundan!!!

Career woman-endurútgefinn vegna SPAM´s

Career woman
Jæja þá er þessu blessaða starfsreynslutímabili loksins lokið...eða ætti að vera það. Ég átti að klára sjónvarpið á föstudaginn, en því miður var ég send heim áður en náðist að klippa verkefnið mitt. Nú þarf ég að mæta á hádegi á morgun...Ég lærði helling undanfarnar vikur, en það var líka hangið mikið. Svo er maður orðinn mjög þreyttur og líka eftir á í skólanum og öðrum verkefnum.En eitt gott kom út úr þessu, ég verð semsagt að vinna á dagblaði í sumar svo það verður góð reynsla. Mig hlakkar reyndar ekkert til að vera að vinna í sumar, ég fæ aldrei frí sem nemi og móðir og finnst svolítið svekkjandi að vera komin í sumarvinnu á þessum aldri!!! En kannski get ég kríað út langa helgi og freistað þess að fá pössun svo við getum farið í helgarferð ég og kallinn...en það er samt svekkjandi því þessum eldri finnst svo geggjað gaman á ströndinni og þess vegna langar mig að fara til sólarlanda með þá! Hver veit nema maður bóki bara eina sólarferð að hausti til??? Það gæti gengið....En annars er allt gott að frétta. Kjartan er á Akureyri að steggja vin sinn hann Smára sem er að fara að kvænast í apríl og kemur líklega heim slæptur og þreyttur í kvöld. Á morgun þarf ég svo að fara að klára verkefnið á RÚV og fara svo til mömmu og skrifa upp tvö viðtöl sem ég er að gera utanskóla....

Jæja,hafið það gott um helgina!
Free Hit Counters
Web Site Counters