Tuesday, April 04, 2006

Jurta-Líferni

Já ég skammast mín hálfgert fyrir að segja það en ég er komin á Herbalife.
Ég er nú ekkert sérstaklega meðmælt slíkum skyndilausnum sem kunna að draga dilk á eftir sér, en ég var komin í þrot. Ég á bara einar gallabuxur sem ég kemst í núna og þvæ ekki fyrr en þær fara að standa sjálfar...ég verð svo að þvo þær á kvöldin og standa yfir þeim þar til þær þorna og hef því farið í þær hálfblautar á morgnana. Sem gerir málin enn flóknari nú þegar þvottavélin okkar er biluð...
Þetta byrjaði nú ekki vel í dag þar sem ég át 3 jurta súkkulaði, en við fengum kassa af þessu góðgæti í kaupbæti...en ég ætla að nota þetta sem leið að betra líferni. Var farin að sukka ansi mikið í sætindum og slíku draslfæði...
Ég sá innskot með Kára sálfræðingi í Íslandi í bítið og ég get svarið það að hann var að lýsa mér. Svokölluð vandræðafíkn, það er að segja að fresta öllu fram á síðustu stund og drekkja sér svo í verkefnum rétt fyrir lokafrest er víst að hrjá landann. Ef svo tekst að klára rétt fyrir skil færist einhver sæla yfir viðkomandi sem hann er húkkaður á...er ég ekki með nóg af fíknum svo þetta teljist ekki fíkn líka??? En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast með BS-verkefnið mitt. Nema bara að það gengur svo illa hjá mér að ég er ekkert viss um að ná að klára...sem þýðir að ég fæ enga sælu...
Bólur. Ég er ekki búin að nota meik á andlitið í örugglega tvo mánuði. Ég var öll í bólum og ég verð að segja að þetta virðist virka, ég er líka farin að venjast mér svona, það var hálfgerð fíkn að setja alltaf á mig eina klessu á morgnana...
En nóg um fíknir. Það er annars allt gott að frétta og ég set svo inn fyrir og eftir myndir af mér í jurta átakinu...eða ekki. Gangi ykkur vel með fíknirnar. Hver er annars ykkar fíkn???

3 Comments:

Blogger Gummi said...

Kaffi, sígarettur, macdonalds, kebab, internetið, playstation(reyndar að minnka af því að ég á ekki pening fyrir nýjum leikjum) og svo get ég eiginlega ekki haft hægðir nema ég hafi eitthvað að lesa....er það fíkn?

3:10 AM  
Blogger RósaG. said...

Kaffi, internetið, Biggi, nammi, sykur (myndu nammið, sykurinn og Biggi ekki flokkast undir það sama?), nikótín, sjónvarp...

6:37 AM  
Blogger Gugga said...

Alltaf þegar ég ætla að læra eitthvað við tölvuna finn ég að ég hef svakalega internet fíkn...sem blandast við kaupfíknina mína, sem verður að vandræðafíkn. Það er að segja ég læri ekki neitt en enda uppi með háan vísa reikning. Svo ég tali nú ekki um nammi og fleiri neysluvörur...En ég held að þetta með að lesa á klósettinu sé nú engin fíkn, nema bara svona til hægðar-auka.

8:04 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters