Wednesday, April 05, 2006

I´m getting my groove back.

Já ég finn það ég er að komast í stuð...að vísu þá læri ég alltaf á sama skrítna háttinn (þangað til ég er kominn í algeran ham sem gerist aldrei fyrr en rétt fyrir skiladag eða í próftörnum, stundum ekki einu sinni þá), það er að segja ég sit í 10 mínútur og stend svo upp og drekk kaffi, borða kex, les blaðið, læri aðeins meira, fer á netið, skoða föndurvörur, fer í kapal, næ í meira kaffi og læri smá....
Þetta er alveg ótrúlegt með mig enda er ég á leiðinni til læknis til þess að athuga hvort ég sé nokkuð með njálg, nú eða þá athyglisbrest. Ég er alveg ótrúlega eirðarlaus, þannig að ég held að letin sé nú ekki aðalástæðan, ég á bara svo erfitt með að sitja kyrr og einbeita mér nema ég sé búin að komast í einhvern sérstakan gír. EN NÓG UM ÞAÐ!!!
Við Kjartan erum að fara í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar þann 15. apríl og komum heim þann 16. apríl. Ekki langur tími en alveg nóg til þess að fá smá frí og tilbreytingu frá daglegu amstri. Athygli mín var vakin á því að það væri nú hlutfallslega dýrt að fara í svona stuttan tíma og já það er kannski rétt...en boy oh boy it´s worth it. Þess vegna sit ég sveitt og reyni að læra því Kjartan sagði mér að ég fengi ekki að fara nema ég byrjaði að læra hahahahaha....
Kannski ef við viljum fá algera afslöppun þá liggjum við bara í rúminu allan sólarhringinn á meðan amma og afi passa og þykjumst bara vera í Köben...kannski er það nákvæmlega það sem við ætlum að gera???

8 Comments:

Blogger Gummi said...

Það væri snjallt hjá ykkur.

Er ekki bara svona leiðinlegt að læra? Ekki það að þú sért að læra eitthvað leiðinlegt. Ég er meira að meina almennt. Er þetta ekki bara týpísk hegðun á flest öllum sem eru að reyna að læra fyrir próf? Ég kannast allavega við þetta....

2:09 AM  
Blogger RósaG. said...

Ég ætla að koma á þriggja tíma fresti allann tímann meðan þið eruð "úti í Köben" og dingla eins og brjálæðingur í Andrésarbrunninum.

9:18 AM  
Blogger Gugga said...

Maður myndi nú bara taka blessaða bjölluna úr sambandi hahaha...

12:50 PM  
Blogger Sigga said...

Kannast við eirðarleysið, þegar maður á að vera læra finnur maður milljón aðra hluti til að gera...eitthvað spennandi í sjónvarpinu eða æ ég verð að fá mér smá að borða er vinsælt hjá mér!
En fínt að skreppa til útlanda, (eða "útlanda") þótt það sé bara í nokkra klukkutíma;) losnið líka við díla við börnin þegar þau eru í sykursjokki eftir allt páskaeggjaátið;)

1:12 PM  
Blogger Gummi said...

Koma þið ekki heim BEINT í sykursjokkið?

2:34 AM  
Blogger Gugga said...

Við komum beint heim til að díla við afleiðingar sykursjokksins og dekurdaga hjá ömmu og afa....Kannski þykjumst við hafa misst af fluginu heim og tékkum okkur inn á Hótel Örk? Er það ekki annars ennþá til???

5:33 AM  
Blogger Sigga said...

neiii...látið krakkana auðvitað vera í pössun fram á annan í páskum, allt of mikið vesen að vera að ná í þá seint um kvöldið...eða hvenær komið þið annars heim??

1:02 PM  
Blogger Gugga said...

Við komum klukkan 15 á Leifsstöð þannig að við höfum nú ekki löggilda afsökun til að ná ekki í þá...ætli maður verði nú ekki farinn að sakna þeirra. Þú veist fjarlægðin gerir fjöllin blá og allt það...hahaha!!!

2:00 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters