Monday, April 10, 2006

Mánudagur er byrjunin á einhverju góðu

Sæl veriði öllsömul. Ég er að komast í svaka stuð. Að vísu á ég eftir að finna aðeins meira efni um Puerto Ríkó og fræðilega hlutann í ritgerðina og það veldur mér smá kvíða, en þetta er allt að koma. Ég er að klára að setja viðtölin inn í tölvuna, á bara eitt eftir og ég finn strax að það er ýmislegt sem ég get nýtt mér úr þeim, þótt ætíð sé hægt að gera mun betur eftir á eins og við vitum nú öll.
Helgin var fín, lærði bara slatta og er að minnka ísskáps túrana og net notkunina mikið. Ég stóð mig ekkert í Herbalífinu, ég fann frá fyrsta degi að ég varð bara alltof svöng og þegar maður er að læra og svoleiðis þá þýðir ekkert að vera svangur. Ok, fyrir fólk sem hefur engan aga. En lítið á björtu hliðarnar, það eru ekki miklar líkur á því að ég látist úr anorexíu.
En ég er bara að heilsa og svo var ég farin að skammast mín fyrir að hafa nektarmynd af Kjartani fremst á síðunni svo ég ákvað að hafa einhvern texta fyrst...en ég tími ekki að taka hana út. Algert augnakonfekt...
Hafiði gott mánudagskvöld og enn betri þriðjudagsnótt!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters