Monday, October 02, 2006

Slakað á í Alicante

Það var yndislegt í Alicante og sjálfsagt að mæla með þessum stað. Þó myndi ég ráðleggja fólki að að leigja sér bíl, þá er lítið mál að ferðast um allar trissur enda er auðvelt að keyra þjóðveg N-332 meðfram ströndinni og þaðan er hægt að ferðast inn í landið til ýmissa áhugaverðra staða.
Strákarnir skemmtu sér konunglega eins og alltaf þegar þeir eru í sól og yl. Skemmtilegast fannst þeim í sundi, en þeim fannst líka gaman á ströndinni. Sérstaklega þó Kristófer sem er eins og kóngur í sjónum, óttalaus og orkumikill eins og lítið ljón.
Litli kallinn var rólegri í tíðinni en skemmti sér engu að síður vel. Þeim fannst ekkert voðalega gaman að hanga lengi í kerrunum eða labba um....
En nú er maður semsagt kominn heim og er búinn að vera í aðlögun. Ég er að reyna að koma því í verk að læra og vona að það takist. Ég er komin í smá vandræði með að ná skilafresti á verkefni og það er spennandi að sjá hvernig til tekst....
Hafið það sem allra best!


Sóley og Kristófer á leiðinni í Mundomar.
Eftirminnilegasta atvikið var að hitta þennan fallega gíraffa í Ríó Safari dýragarðinum.

Toggi litli fylgist grannt með gæsunum.

2 Comments:

Blogger Sigga said...

ohhh...hefði sko verið til í að vera með og hafa það smá gott í sólinni:) Æði að skoða myndirnar, er búin að skoða þær allar:) hlakkar svo til að koma heim og knúsa ykkur, sakna ykkar alveg roooosalega mikið!!! Fljúgum heim 21 des:)

8:09 AM  
Blogger Gugga said...

Kominn tími til! Enda verða strákarnir að fara að sjá þig svo þeir muni hver uppáhaldsfrænkan þeirra sé!!!

8:16 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters