Friday, August 18, 2006

Vöknuð til lífsins...

Jæja þá er best að fara að blogga að nýju. Ég lenti í smá vandræðum með tölvuna eða nettenginguna áður en ég fór í sumarfrí og gafst upp á bloggi í bili. En hér er ég komin að nýju og vona að þið fylgist með. Ég átti alveg eftir að setja inn myndir frá Tyrklandi og hér eru tvær af strákunum, ég set svo fleiri inn á linkinn myndirnar mínar. Þessar myndir eru teknar á ströndinni í Marmaris, en eins og sést er sandurinn frekar dökkur og mikið af smágrýti.
Hérna er Kristófer að byggja kastala:

Þorgeir Sölvi var meira í því að safna steinum og ganga um...en hann hafði líka mikla ánægju af því að eyðileggja kastalann hans Kristófers!

Það eru spennandi tímar framundan, eftir viku förum við Kjartan í rómantíska ferð til Parísar yfir helgi og kíkjum á Madonnu tónleika á sunnudeginum!
A dream come true...
Ég keypti mér nýjasta diskinn hennar í tilefni af þessum tímamótum og mæli hiklaust með honum. En þið heyrið frá mér fljótlega og nú ætla ég að reyna að skrifa reglulega...ok???
Hafið það gott.
Í sveitinni hjá langömmu núna í ágúst:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters