Wednesday, August 23, 2006

Kaffi París eða kaffi í París...hvort myndir þú velja?


Já krakkar mínir þá fer að koma að því! Ekki á morgun, heldur hinn...förum við Kjarri minn til Parísar. Og ekki nóg með það...eftir að hafa rölt um Champs Elysées, klifrað uppí Eiffel turinn og drukkið FRANSKT eðalkaffi og troðið sig út af FRÖNSKUM ekta croissants...er ferðinni heitið á Madonnu tónleika á sunnudeginum. Þetta er náttúrulega ekkert nema bara snilld!

Hérna sést fræga atriðið hennar þar sem hún er "krossfest" til að vekja fólk til umhugsunar á alnæmi.
Já þetta verður alveg meiriháttar. Mig er búið að hlakka svo lengi til, að ég þori varla að trúa því að þessi dagur sé að fara að renna upp!

En annars er allt annað gott að frétta líka.
Strákarnir eru byrjaðir á leikskólanum og það gengur vonum framar. Kristófer er búinn að eignast fullt af vinum og Þorgeir Sölvi fer einn út í blómabeð að skoða blómin ef krakkarnir eru eitthvað leiðinlegir, hann á sko ekki í vandræðum með að dunda sér sá drengur.
Ég fór í gær með þá að kaupa bækur fyrir skólann, en félagsvísindadeildin fer af stað 1. sept. Ég er sem betur fer alltaf í fríi á föstudögum í vetur svo ég þarf ekki að mæta fyrr en á mánudeginum 4. sept. Já mér líst vel á þetta, en ég er semsagt að fara í mastersnám í blaða- og fréttamennsku.
En ég læt frá mér heyra fljótlega, annað hvort til að kveðja eða bara fersk með ferðasöguna og myndir í farteskinu frá París.....

1 Comments:

Blogger Sigga said...

Til hamingju með afmælið elsku Kristófer;) Vertu góður við ömmu um helgina;)
Hlakka til að geta knúsað þig næst;*

1:24 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters