Thursday, August 31, 2006

Things that make you go hmmmm......

Hvað er málið með bílastæðasjóð og blíb gaurana sem vinna við að sekta og innheimta sektir???
Ég lenti í því um daginn að tölvustýrður kassi sem prentar út miða fyrir bílastæðin, taldi 300 kallinn sem ég setti inn sem 25 kall og ég fékk þar af leiðandi heilar 10 mínútur fyrir ómakið. Ég reyndi strax að hringja í bílastæðasjóð en þar var lokað, svo ég fór í klippingu og þegar ég kom út var ég auðvitað búin að fá sekt. Ég hringdi aftur og var beðin um að skrifa greinargerð og senda embættinu sem ég og gerði. Í dag fékk ég svar og var neitað um niðurfellingu sektarinnar þar sem engin bilun hefði fundist! Ég lagði þetta semsagt allt saman á mig til þess að losna við að borga í stöðumælinn, allt út planað...ég er semsagt lygari. Já það hefur enginn gefið það í skyn við mig fyrr en í dag....
Þetta er ekki búið en ég veit ekki hvað þybbin, lágvaxin, mjóróma kona getur gert til að koma sínu fram??? Kannski get ég ráðið mér einn óheiðarlegan pólitíkus til að ganga í þetta mál gegn atkvæðinu mínu???

En nóg um það.
Kristófer strauk af leikskólanum í gær, það er víst ekki búið að ganga frá grindverkinu í kringum skólann þannig að óvitar geta grafið sér leið undir það og hlaupið út á eina mestu umferðargötuna í Grafarholtinu. Það var víst einn eldri sem skipaði Kristófer að skríða undir. Þetta mál er heldur ekki búið. Ég þakka Guði fyrir að þetta var ekki litli guttinn minn, hann hefði nefnilega hlaupið beint út á götu og ekkert stoppað. Það er náttúrulega ekkert sem getur afsakað svona framkvæmdaleysi. Enn og aftur, þá eru pólitíkusar sem ganga í að afla fjár fyrir svona framkvæmdir...gegn greiða.

Byrjaði formlega í skólanum í gær með kynningarfundi meistaranema. Þetta er svaka spennandi en verður erfitt...

Hafið það gott og ekki láta stöðumælaverðina bögga ykkur....

1 Comments:

Blogger Sigga said...

fáðu þér bara hjól og þá þarf engar áhyggjur af hafa af stöðumælunum..hehe
;)

5:27 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters