Thursday, April 12, 2007

Sumar


Loksins, loksins!
Það er farið að vora. Ég veit að það hefur verið rysjótt veður að undanförnu, en það birtir líka mun fyrr á morgnana og sólin lýsir upp íbúðina okkar. Hún er venjulega svolítið dimm en nú þarf maður að fara að draga gluggatjöldin fyrir þegar sólin skín sem skærast. Annars fer að styttast í að við flytjum í fína húsið okkar í Sóleyjarima....Við þurfum að fara úr Andrésbrunni 17. maí en það verður ekki allt komið í lag í nýja húsinu þá. Eldhúsið verður til dæmis ekki sett upp fyrr en 22. maí og þá á eftir að setja upp borðplötu líka og ganga frá eldhústækjunum. Gaman, gaman! Það verður sko innflutningspartí í sumar þar sem tollurinn okkar verður á boðstólum!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters