Tuesday, August 21, 2007

Eitt skref enn...

Við erum alveg að fara að flytja. Nú erum við bara að bíða eftir gardínunum og síðan erum við flutt. Allt í lagi þótt það séu einhver smáatriði eftir sem við gerum smátt og smátt. Við skiptumst á að fara uppeftir. Ég fer á daginn og tek upp úr kössum og laga til og Kjartan fer á kvöldin og borar og fiktar í rafmagni og svoleiðis. Það eru ágætis skipti þar sem ég er ekkert inni í neinum húsbyggingarmálum...kann ekkert á múrverk og rafmagn og allt þetta!!!
Gardínurnar koma kannski fyrir helgi en líklega strax eftir helgi...kannski gefumst við bara upp á að bíða og drífum okkur inn! Finnst það ekki ólíklegt. Erum amk að fara að halda upp á afmælið hans Kristófers, á föstudaginn fyrir leikskólann og líklega á sunnudaginn fyrir alla hina.
Hilsen í bili,
G.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters