Saturday, July 07, 2007

Annars hugar málari og málarameistari

Það er ýmislegt sem kemur uppá þegar maður er með iðnaðarmenn í vinnu. Við Kjartan fengum nett sjokk í gærkvöldi þegar við litum inn í Sóleyjarima til þess að athuga hvernig málarinn hefði það...
Tveimur dögum áður hafði ég hitt málarameistarann sem umsjón hefur með verkinu og við ræddum það til hlítar hvernig stiginn ætti að vera. Við komum okkur saman um að reyna að halda svolítið hráa lúkkinu og mála hann gráan, sleppa því að mála þrepin og sparsla bara þar sem væru skemmdir.
Hvað gerist?
Þegar við Kjartan komum í gær var stiginn orðinn skjannahvítur...en ekki búið að mála þrepin. Hélt hann virkilega að við vildum grá þrep í annars hvítum stiga?
Við höfðum samband við málarameistarann sem var þá staddur úti á landi og hann sannfærði okkur um að þetta hefði verið misskilningur af hálfu málarans og þetta yrði lagað...djísus kræst!
Einhvern veginn sé ég ekki fyrir mér að þetta verði almennilegt...ætli maður verði ekki að mála stigann alhvítan á endanum?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ bara kvitta og reyndar að senda baráttu kveðju í sóleyjarimann=D veitir greinilega ekki af þegar iðnaðrmenn er um að ræða... kveðja frá Gautaborg..

3:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

I feel your pain ;) --- er í sama pakkanum með minn málara... hann málar að vísu í réttum lit en ég setti saman LANGAN lista um það sem þurfti að laga - eftir að hann sagðist vera búinn!!!
Sjáumst fljótlega í öðru hvoru slotinu -- kossar, Bjarney

12:24 PM  
Blogger Gugga said...

púff....

4:44 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters