Friday, August 03, 2007

Verslunarmannahelgin eða?





Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort það sé ekki örugglega að koma verslunarmannahelgi? Það eru allir dagar eins hjá mér og skiptir þá ekki máli hvort um verslunarmannahelgi sé að ræða eða ekki. Við töluðum um það í upphafi sumars, við Kjartan, að það væri nú gaman að gera þetta og hitt um þessa fyrrnefndu helgi. En undanfarið hefur verið mikið að gerast í iðnaðarmannamálunum og Kjartan fylltist aukinni bjartsýni. Hann hefur því verið uppi í húsi langt fram á nætur að undanförnu að dútla við ýmsa hluti. Hann setti til dæmis sjálfur upp blöndunartækin í sturtunni, kranann í eldhúsið og vaskinn á gestabaðherbergið. Hann er uppi í húsi núna og var planið að klára að tengja vatnið og að ég held að að setja upp vaskinn á aðalbaðherberginu...með dyggri aðstoð Frikka.
Þýðir þetta að ég skuldi enn meiri þrif þegar kemur að því að flytja??? I think so...
Díana vinkona kíkti til mín upp í hús í gær, en við vorum saman í ferðamálafræði og erum saman í mastersnáminu núna, fyrir þá sem ekki vita. Það var meiriháttar gaman að fá gest í Sóleyjarimann...þrátt fyrir frekar hráslagalegt útlit! Vonandi kíkir hún Birna vinkona mín frá eyðimörkinni til mín í heimsókn líka...ég hringi um helgina Birna og vona að þú verðir heima...reyndar vona ég bara að þú verðir að gera eitthvað skemmtilegt hvar sem það verði, en að þú kíkir í heimsókn áður en þú ferð aftur heim!!!;)))

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters