Wednesday, August 15, 2007

Tatatata......

Guttarnir mínir


Það fer að nálgast leiðarlok í innréttingarmálum. Við erum farin að undirbúa það á fullu að flytja í húsið og er farin að koma ágætis mynd á innyflin! Hægt að horfa á sjónvarpið án þess að vaða í drasli og ég er komin langt á veg með að raða í eldhúsið. Þarf örugglega að endurraða svolítið en maður þarf að byrja einhvers staðar er það ekki??? Er að minnsta kosti búin að þrífa það...sem er ekki hægt að segja um ýmsa aðra parta hússins, þarf að passa mig að láta mig ekki kvíða fyrir, heldur að hlakka til. Hlakka til að þrífa svo við getum notið þess að flytja inn og slappa af. Hm....það er að minnsta kosti boðskapur (sjálfshjálpar-) bókarinnar, Leyndarmálið, sem ég fjárfesti í og las um helgina. Ágætis áminning að lesa svona bók þótt maður þurfi ekki að taka allt bókstaflega.

Það styttist í Pétursborgarferðina. Lilli kútur er enn á brjósti og mikill mömmukall...við eigum að fara út 7. september og komum aftur 11. sept. Get ég þetta???? OMG.

Sögustund á Svalbarðseyri

Skelltum okkur á Svalbarðseyri um helgina og fórum á Fiskidaginn á Dalvík og á handverkshátíðina á Hrafnagili á laugardaginn og á sunnudeginum héldum við upp á afmælin þeirra Steindórs Óla og Halldórs Viðars sem urðu 3ja ára og 1 árs.
Þetta var mjög fín ferð og allt gekk vel með strákana. Kristófer var svolítið leiður á að hanga svona lengi í bílnum og Alexander fékk nóg áður en við fórum í göngin á leiðinni heim. Ég og strákarnir þurftum að halda úti svaka skemmtiprógrammi til þess að reyna að róa krílið niður.

Jæja, best að hætta þessu rausi. Það er semsagt allt gott að frétta og fer að verða hægt að skreppa hvenær sem er í kaffi í Sóleyjarimann!!! Velkomin, velkomin!!!

2 Comments:

Anonymous rósa said...

Verðiði flutt inní byrjun sept.?
Við komum til landsins 2.sept. og verðum í viku-10daga. Ég er sko að taka kaffiboðið bókstaflega ;-)

6:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

hei frábært! verðum flutt inn þá...með fyrirvara um eitthvert disaster! erum svo að fara til pétursborgar 7-11 sept.
vöfflur og kaffi...hlakka til að sjá ykkur og fá að knúsa Bjarnheiði litlu (stóru)!

2:02 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters