Friday, August 24, 2007

Sóleyjarimi kominn í samband við umheiminn...

Já það er komið netsamband í Sóleyjarimann og þetta blogg er fyrsta bloggið sent þaðan út! En þrátt fyrir aukið samband útávið er samt búið að fyrirbyggja að hver sem er fái að skima inn í líf okkar í Sóleyjarimanum. Það er semsagt búið að gardínuleggja allt slotið ef svo má að orðum komast. Útkoman er vægast sagt glæsileg og allt annað er að koma. Kjartan er búinn að festa upp hina glæsilega (gler)kristalsljósakrónu okkar og hún sæmir sér vel yfir borðstofuborðinu.
Í dag verður svo haldið upp á 5 ára afmælið hans Kristófers í Sóleyjarimanum (leikskólaútgáfan) en fjölskylda og vinir eru boðnir á sunnudaginn klukkan 2.

Hlakka til að sjá ykkur á hinu nýja heimili okkar.

p.s. Við Alexander vígðum Sóleyjarimann formlega með því að sofa hér í nótt...yndislegt!!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Glæsilegt.. og til hamingju með þetta, það er kraftur í ykkur =O) það verður gaman að koma og skoða hjá ykkur.. Kveðja frá Gautó!!

12:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju og gaman ad loksins ad fa ad sja thig og strakana. Vertu dugleg ad senda myndir. Eg skrifa i blogid mitt um helgina. Er med major jet lag nuna og aetla adeins ad leggja mig.

Birna i eydimorkinni

1:17 PM  
Anonymous rósa said...

Til hamingju með soninn!
Og með að vera flutt inn - hlökkum rosa til að koma og kíkja á þetta.
Kveðja frá Edinborg!

2:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æðislega gaman að heyra frá ykkur öllum í útlöndunum! Hlakka til að fá að taka ykkur í rúnt. Að vísu hafa komið upp nokkur vandamál eftir að við fluttum inn...en þau eru til að leysa ekki satt???;)))

6:14 PM  
Anonymous Brynja said...

Innilega til hamingju með höllina og strákinn. Var ekki svaka stuð í afmælinu og mamman á fullu???
Ertu sem sagt að slaka á og njót friðarins í Sóleyjarima í fyrsta skiptið í dag??
Hlakka svo mikið til að sjá höllina nú þegar hún er tilbúin og já endilega vertu áfram dugleg að setja inn myndir!! Maður er svo forvitin í úglandinu!!!
Koss,
Brynja

8:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mamma man varla eftir afmælinu...
En allt gekk vel og voða stuð! Ég er rosa ánægð, Kjartan setur upp skápana í kvöld og þá líður mér enn betur! En allt gott að frétta og set inn myndir í fyrramálið! (Var reyndar á fullu út um allt í dag að kaupa hitt og þetta sem vantar!)

3:12 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters