Sunday, April 15, 2007

FramkvæmdirJæja þá er búið að taka niður vegginn, þar sem áður var geymsla uppi á efri hæðinni. Og voila: Flott sjónvarpshol!!!


Við erum voða ánægð með útkomuna enda nóg pláss til að setja drasl þótt maður taki ekki allt þetta rými í það.
Set eina, tvær dúllumyndir af Alexander með. Hann vex svo hratt að hann er sífellt að breytast. Hann er orðinn rúmlega 8 kíló aðeins 2ja og hálfs mánaða gamall!
Hafið það gott um helgina!

3 Comments:

Blogger Rósa said...

Loksins fréttir og myndir!!!
Rosalega stækkar minnsti hratt og það er alveg rétt hjá þér; hann breytist líka ótrúlega. Fyrst var hann alveg eins og Kristó en núna finnst mér hann líkjast Þorgeiri Sölva miklu meir.
Já, og til hamingju með slotið!

1:33 AM  
Blogger Gugga said...

Frábært að heyra frá þér og takk fyrir það! Er búið að taka ákvörðunina stóru???

4:05 AM  
Blogger Rósa said...

Nibbs, ekki ennþá... við erum að sveiflast soldið fram og til baka með þetta. S.s. ekki búið að ákveða. Þetta er soldið mál...

12:50 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters