Súkkulaðigosbrunnur eða forboðin fegurð?
Það hefur vissa kosti að vera heimavinnandi húsmóðir og gott að geta átt kost á því. En það getur hins vegar haft sína ókosti líka, til dæmis er sjónvarpsefnið sem í boði er á morgnana oft ansi óáhugavert. Núna stendur til dæmis til boða að horfa á suður-amerísku sápuóperuna Forboðin fegurð eða vörutorg, óstöðvandi tónlist eða umræður á alþingi. Get varla valið. Sá hins vegar svo flottan súkkulaðigosbrunn á vörutorginu, mig hefur vantað svona alla ævi og ég vissi það ekki einu sinni. Hver vill ekki hafa gosbrunn úr súkkulaði í sínu matarboði, einungis 5.990 krónur???
En að öðru, sá þessa sniðugu síðu á einu blogginu:
http://morph.cs.st-andrews.ac.uk/Transformer/index.html
Hérna getið þið breytt ykkur á ýmsan hátt en mér þótti einna forvitnilegast að sjá mig sem svarta konu. Ég vissi að það væru einver leyndarmál í skápnum, ég breytist ekkert nema bara á litinn! Mamma hvaðan kom þetta nef eiginlega?
En að öðru, sá þessa sniðugu síðu á einu blogginu:
http://morph.cs.st-andrews.ac.uk/Transformer/index.html
Hérna getið þið breytt ykkur á ýmsan hátt en mér þótti einna forvitnilegast að sjá mig sem svarta konu. Ég vissi að það væru einver leyndarmál í skápnum, ég breytist ekkert nema bara á litinn! Mamma hvaðan kom þetta nef eiginlega?

1 Comments:
Hahahaha --- þetta er ótrúlega fyndin mynd! Bíð spennt eftir svari frá mömmu þinni ;)
Ligg enn í pest, var orðin góð í gær en svo byrjaði þetta bara aftur í morgun ;( ömurlegt!!!
Knús, BJ lasarus
Post a Comment
<< Home