Thursday, June 28, 2007

Maðurinn sem gerir við stigann minn

Hann kom í dag...tilbúinn með græjurnar að ráðast á stigadjöfulinn. Vonandi nær hann að særa alla illa anda úr þessum stiga sem gert hefur okkur lífið svo leitt að undanförnu.
Trésmiðjan kemur og fer og kemur svo ekki lengi. Þeir eru búnir að vera að dútla í þessu í mánuð...en sem betur fer ekki mikið eftir. Er MJÖG ánægð með það sem komið er. Semsagt allt gott að frétta úr húsinu.
Alexander er að jafna sig.
Kristófer fór í fimm ára afmæli aleinn í gær og skemmti sér konunglega.
Og hvað á að segja um elsku Þorgeir...jú hann er tveggja ára. Þið sem þekkið til vitið hvað það merkir...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters