Thursday, August 30, 2007

Tímamót

Jæja þá er yngsta barnið búið að fá inngöngu á leikskóla. Hann fetar að sjálfsögðu í fótspor bræðra sinna og byrjar skólagönguna á Sólgarði. Að sjálfsögðu, hvar annars staðar ætti hann að fá inngöngu? Þeir á Sólgarði eiga erfitt með að losa sig við eldri börnin vegna manneklu á leikskólum Reykjavíkurborgar, en börn komast í fyrsta lagi inn þar 2ja ára, þótt þau taki við börnum frá 1 og hálfs árs samkvæmt stefnuskrá skilst mér. Og ég er fegin að hann byrji á leikskóla, því mig hefur aldrei langað til þess að senda börnin mín til dagmömmu. Ég þekki enga góða og það er erfitt að fylgjast með því hvernig gengur þegar aðeins ein manneskja er til frásagnar...
Mér finnst hann fullungur, en hann er líka bara svo mikið mömmubarn og þá er líka ágætt að fara að slíta naflastrenginn. Fyrsta skrefið til þess verður stigið eftir eina viku...en þá förum við Kjartan til Pétursborgar. Guð minn góður er þetta bara ein vika??? Ég sló fyrst inn 2 vikur en síðan fór ég að hugsa, 7. sept förum við út...30. ágúst í dag....OMG!!! Fletti upp dagatalinu og þarna var þetta svart á hvítu...ein vika!!!
Ég fer að skjálfa núna...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters