Friday, June 22, 2007

Jólahjól eða þannig sko

Hjóladagarnir miklu eru komnir og farnir í leikskólunum hjá strákunum. Við náðum ekki að kaupa hjól fyrir hjóladaginn hjá Kristófer, en honum tekst hvort eð er alltaf að stela sér einum og einum hjólatúr þar sem hann nær í hjól. Ég veit ekki hvenær hann byrjaði að læra að hjóla, hann fór að prófa hjól niðrí leikskólanum á Stúdentagörðunum svona tveggja ára eða svo. Hann er því alveg sjálfhjólandi í dag, engin dramatík í gangi að sleppa þar. Kemur þegar hann hættir að nota hjálpardekkin kannski. Þorgeir er ekki alveg jafn öruggur, enda tveir gjörólíkir karakterar þar á ferð. Hann kann ekki fótstigin en prófar aðeins. Hann vildi að minnsta kosti ólmur fá hjól líka og pabbi varð ljúfur við þeirri bón.

Amma er í heimsókn hjá mömmu og pabba líka, svo það er mikið fjör í Þingásnum, sannkölluð stórfjölskylda samankomin þessa dagana. Strákarnir una sér vel í mannmergðinni, nóg af athygli þar. Þorgeir laumast stundum upp í rúm til afa og Kristófer kúrir hjá pabba.

2 Comments:

Anonymous sigga said...

þið eruð nú alveg sætastir og bestastir í heimi strákar:) Höfðum það svo ljúft í nestisferðinni okkar, þrátt fyrir að við gleymdum svo restinni af nestinu okkar í heiðmörk vegna tæknilegra örðuleika þar sem sigga frænka varð smá stressuð!;)

2:58 PM  
Blogger Gugga said...

Hvað gerðist;)))

4:26 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters