Wednesday, September 05, 2007

Góðir vinir

Síðdegis í gær, fengum við fyrstu matargestina í Sóleyjarimann. Það voru vinir okkar Maggi, Einara, Írena Björt og Krista Gló.


Þau búa um þessir mundir í Gautaborg þar sem þau eru við nám og störf.

Það var alveg meiriháttar gaman að fá ykkur í heimsókn, takk fyrir innlitið kæru vinir!

Bleika og bláa liðið.

Biggi, Rósa og Bjarnheiður kíktu líka til okkar í fyrsta skipti frá Edinborg en af einhverjum ástæðum láðist að taka fjölskyldumynd, hér er þó litla prinsessan hún Bjarnheiður, sem er ekkert svo lítil lengur. Gaman að sjá ykkur elsku fjölskylda, ég vona að við náum að heimsækja ykkur áður en þið komið heim!;)


Ekki á morgun, heldur hinn förum við Kjartan til Pétursborgar...ég er svaka spennt en mig kvíður mikið fyrir að skilja litla hjartað mitt eftir heima. Toggi og Kristófer eiga ekkert eftir að taka eftir því að við séum ekki, það verður svo gaman á Álftanesi hjá ömmu Heiðu, en það er önnur saga með litla mömmukallinn minn. Hann er ekki alveg hættur á brjósti og þrjóskast ennþá við að drekka úr þessum bölvaða pela! En ég held að þetta eigi allt eftir að reddast, hann drekkur alltaf smá og svo kemur það okkur til góða að hafa búið í allt sumar hjá mömmu og pabba því mamma verður með hann og það líkar honum vel!
En annars þá er bara allt gott að frétta héðan úr Sóleyjarima, over and out!!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Guðbjörg, Kjartan og strákar takk kærlega fyrir glæsilegt matarboð =** stórglæsilegt húsið ykkar=) Hlökkum til að hitta ykkur um jólin og góða ferð út.. þússund kossar frá Tannálfum í Gautó...

10:42 AM  
Blogger Gugga said...

Sömuleiðis, það var rosa gaman að sjá ykkur. Vona að þið hafið það sem allra best áður en þið farið út og góða ferð "heim"! Hlakka ekkert smá til jóla...

2:51 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters