Thursday, April 26, 2007

Íþróttaálfur með bleika snudduLitlu ungunum okkar leiðist stundum að hanga heima...sérstaklega í heila viku!!! Þess vegna er gott að hafa upp á ýmsa afþreyingu að bjóða, liti, perlur, kubba og fleira. En í dag sló ég alveg í gegn. Ég átti íþróttaálfsbúning uppi í skáp sem ég keypti handa Kristófer á öskudaginn, en þar sem krakkarnir voru allir látnir búa til sína eigin búninga þá var ég aldrei búin að gefa honum hann og var heldur ekki búin að kaupa annan búning fyrir Þorgeir. En ég tók hann upp úr pakkanum í dag og leyfði honum Þorgeiri að leika sér í honum og það var mikil gleði í kotinu þegar hann sá hann. Kristófer verður líklega ekki ánægður að sjá bróðir sinn í íþróttaálfsbúning og fá ekki sjálfur...en það er seinna tíma vandamál sem verður leyst bráðlega!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters