Thursday, April 26, 2007

Skarlatssótt

Jæja, Þorgeir nýbúinn með pensillín skammtinn sinn við skarlatssótt, þegar hann fær hana aftur. Hann er búinn að vera með hita og útbrot og svo fór hann meira að segja að gubba í gærkvöldi. En þið sem eigið litla stubbalinga, ef barnið fer að fá útbrot sem líta bara út eins og ofnæmi fyrir þvottaefni og barnið fær engan hita, endilega látið samt athuga barnið, útbrotin geta verið einu einkennin. Ef þið skoðið tunguna er líklegt að hún sé svolítið rauð og þrútin og jafnvel rauðar skellur í miðjunni. Þetta er svokölluð jarðarberjatunga sem fylgir þessum sjúkdómi. Tek það fram að þessi mynd er ekki af barninu mínu, heldur fékk ég hana að láni á vefnum!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters