Thursday, May 03, 2007

allt á fullu

Ryksugan hefur verið á fullu síðustu daga ef svo mætti að orði komast. Kjartan, pabbi hans og Frikki vinur hans hafa verið á fullu að parketleggja, svo húsið er að breytast mikið þessa dagana. Það er langt komið uppi eins og sést á þessum myndum og ætlunin er að reyna að komast niður og klára þar um helgina...

Þetta er sjónvarpsholið uppi...

Þetta er annað strákaherbergið...
Sjáum til hvernig gengur. Á meðan hef ég haft í fullu fangi með strákana, en með góðri hjálp frá ömmu Guðfinnu og ömmu Heiðu. Ekki finnst strákunum það heldur leiðinlegt að vera hjá ömmunum sínum.

En við Alexander biðjum bara að heilsa, góða helgi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters