Komin heim frá Pétursborg...
Ó já, við Kjartan fórum sko með. Þetta gerir maður ekki oft á lífsleiðinni og það var svooo þess virði, alveg magnað. Ballettinn var sýndur í Hermitage höllinni, í einkaóperuhúsi Katrínar miklu. Þarna sat hún í den með sinni hirð og horfði á það sem hana sýndist!
Það var McDonalds við hliðina á okkur (og á hverju öðru horni), en þetta er án efa sá flottasti McDonalds sem ég hef séð á ævinni. Granítborð og leðursófar, það var meira að segja leður á veggjunum og allt tandurhreint!
Við drukkum líka ótæpilega af vodka, en sem betur fer fór hann vel ofan í alla. Það er einhvern veginn allt öðruvísi að drekka vodka í Rússlandi, hann er bragðmildur og lítið mál að renna honum niður.
Meira um Rússland síðar, ætla að skoða myndirnar hans Sigfúsar og setja nokkrar inn við tækifæri.
Það sem er annað að frétta er að Alexander litli er byrjaður í aðlögun í leikskólanum. Hann er ekkert mjög ánægður með þetta vesen litla greyið, langar ekki að missa mömmu meira eftir langan aðskilnað. En svona er lífið. Skólinn minn er líka byrjaður, er búin að missa 2 vikur úr (sem er allt í lagi svosem), en fór í einn tíma í dag og það var bara voða gaman.
En semsagt, allt gott að frétta héðan!!
KK.
g. og fjölskylda.
4 Comments:
Gott að heyra að þið skemmtuð ykkur svona vel =O) væri alveg til í að fara sjá þennan ballett.. en hvernig gekk með strákana á meðan þið voruð í burtu? kram frá Gautó..
Gaman ad heyra ad ferdin var god. Leidinlegra ad kortid skyldi eydileggjast:(
Birna vinnukona (bradum)
Stóru strákarnir voru voða ánægðir...litli var ánægður á daginn en svolítið lítill í sér á kvöldin. Hann má ekki sjá af mömmu sinni núna...
Æii greyið litla skinnið=( það erfitt að skilja svona þegar maður er svona lítill.. kram frá Gautó
Post a Comment
<< Home