Sunday, September 23, 2007

This is a man´s world...

Ég er sko ekki við einn karlmann kennd...heldur hvorki meira né minna en fjóra! Hérna eru myndir af þeim fjórum karlmönnum sem ég fæ að kyssa og knúsa og tuða í á hverjum einasta degi:


Og svo tróð ég sjálfri mér með;)))

Annars er allt gott að frétta af stóru fjölskyldunni í Sóleyjarimanum. Hægt og rólega er verið að setja upp það sem eftir er og sumt geymir maður áfram. Það er víst ekki hægt að gera allt í einu...
En okkur líður rosalega vel hérna og ég er aðeins farin að venjast stiganum. Er samt mest niðri og fer yfirleitt bara upp til þess að þvo þvottinn og ganga frá honum.

Ég er komin í skrapphóp, rosalega ánægð með það. Þær hittast annaðhvert þriðjudagskvöld og skrappa og mig hlakkar geðveikt til. Að vísu þá situr smá kvíði í mér út af Alexander, hann er þvílíkur mömmukall, en svona er þetta alltaf þegar þau eru svona lítil. Hann byrjar í nýrri aðlögun í þessari viku, byrjar hjá Krissu á Undralandi en hún var fóstran þeirra Kristófers og Þorgeirs og við elskum hana. Svo vonandi þá gengur næsta vika betur en sú síðasta...

Mamma og Guðrún og fjölskylda eru alveg að fara út til Spánar, fara 4. október. Oh, ég vildi að ég færi með...Við Kjartan ætlum kannski að láta reyna á það að fara með súpuna til Kanaríeyja eftir jól til að stytta veturinn...eða stytta aldur ég veit það ekki. Þetta verður verðugt en krefjandi viðfangsefni. Kannski við reynum að fá mömmu bara með til Disneylands, þá er einn krakki á mann ekkert vandamál og allir skemmta sér vel!!!

Jæja, ætla að hætta að hugsa upphátt og vona bara að allir hafi það sem best...ætla ekki einu sinni að byrja að tala um skólann!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Saetir strakarnir thinir og audvitad thu lika. Lidur ther bara ekki eins og prinsessu med alla thessa karlmennn i lifinu:)

Birna

5:02 PM  
Blogger Gugga said...

Eða Öskubusku...hehehe.

4:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

já það er ekki leiðinlegt hjá þér=O) það er annað en hann Magnús minn sem þarf að taka skipunum og tuði frá 3 kvenkyns=D=D maður veit ekki stundum hvernig hann fer að halda sönsum þessi elska að=D kveðja frá Gautó...

9:48 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters