Tuesday, October 02, 2007

Hvað á ég að gera?


Alexander verður til klukkan 2 í leikskólanum í dag...hvað á ég að gera af mér???
Ég er búin að strauja aðeins og setja í uppþvottavélina, ganga frá þvotti og vaska upp...en einhvern veginn fer hnúturinn úr maganum á mér ekki burt. Ég er farin að efast um allt og þar á meðal þá ákvörðun mína að setja hann á leikskóla svona ungan. Litla krúttið mitt...
Ég ætlaði að byrja í skólanum auðvitað, en nú er mánuður liðinn af önninni og ég hef ekki komist í einn einasta tíma svo það er fullseint í rassinn gripið að byrja núna. Stundataflan er þar að auki ekki að gera neitt kraftaverk, 2 tímar byrja klukkan 8, og einn byrjar klukkan 3 og er til hálfsex. Ekki alveg að ganga upp. Og í einum tímanum á að vera búið að skila skylduverkefnum og fara á fyrirlestra sem greinilega gengur ekki upp...
Ég var rosalega skotin í einum áfanganum, Þorsteinn J. sér um hann. Þá fara krakkarnir á vettvang með tökumann og taka viðtöl við fólk sem er að vinna við kvikmyndahátíðina, mega vera leikarar, leikstjórar, áhorfendur og svo videre...herlegheitin birtast svo á netinu. En því miður þá hef ég ekki haft tíma til að einbeita mér að því og ég fer ekki að gera þetta næstum því.
En ekki meiri afsökunarlestur, ég verð bara að einbeita mér að því að vera heimavinnandi húsmóðir...sem er ekki alveg ég. En svona er lífið.
Mér finnst eiginlega verst að heyra athugsemdir fólks sem setur upp stór augu og segir "Leikskóla!? Svona ungur???"
Þrátt fyrir að ég sé með varnarfyrirlesturinn alveg tilbúinn þá líður mér ekki eins á bakvið grímuna. Sannleikurinn er sá að mér finnst ég vera að svíkjast um.Og hér er ein síða sem ég skrappaði af langömmu og Alexander.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Guðbjörg mín farðu eftir hjartanu þínu!! En eitt mikilvægt gleymdu ekki að hugsa um sjálfan þig=O) Kveðja frá einni í Gautó sem er búin að vera heimavinnandi í 6ár en er loksins komin á ról=)

12:10 AM  
Blogger Gugga said...

Takk fyrir það, þetta er alveg rétt hjá þér. Maður er orðinn svolítið óvirkur utan heimilisins...;))) Þarf að læra það uppá nýtt!

3:16 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters