Monday, October 22, 2007

Letiblóð!

Já ég skal viðurkenna það, ég hef ekki verið neitt sérstaklega iðin við að blogga að undanförnu. Ég er samt ekkert hætt, bara í smá hvíld. Ég fór í minniháttar aðgerð um daginn sem gerir það að verkum að ég er frekar lúin og samt nóg að gera heima. Alexander hefur ekki verið fullan dag á leikskólanum og að undanförnu hefur hann lítið sem ekkert verið. Hann er frekar slæmur af astmanum og hefur verið í blóðprufum og læknisskoðunum útaf því og það nýjasta er að hann fékk eyrnabólgu, svo ég hef mikið verið með hann. Ég fékk svo skemmtilega hringingu í morgun frá leikskóla þeirra eldri, en þá höfðu hvorki meira né minna en 12 starfsmenn tilkynnt sig veika, svo ég varð að ná í þá takk fyrir! Það gekk alveg vonum framar og pabbi tók þá svo smátíma á verkstæðið á meðan ég skaust með Alexander til læknis og í blóðprufu.
Annars gengur allt ljómandi vel bara. Stundum er bara gott að það sé ekkert of mikið að frétta, það merkir að allt sé í rólegheitum og fínt bara!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er greinilega veikindafjör á fleiri bæjum =/ vonandi farið þið að hressast þetta er svo slítandi að standa í svona veikindabrasi.. kannast við það=O) kram frá Gauta-gengi..

7:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thetta gengur ekki stelpa. Eg bid eftir blogi fra ther, en ekkert kemur:(

Birna

3:36 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters