Saturday, October 06, 2007

Persónuleikapælingar

Þegar maður á 3 stráka og finnst manni stundum hafa fengið nóg af sömu tegundinni (hahaha), þá er gaman að sjá hversu ólíkir þeir eru í raun þrátt fyrir að vera af sama kyni.
Í gegnum tíðina hef ég reynt að venja þá á að ganga frá á eftir sér og það hefur gengið á ýmsu. Kristófer hefur oft tekið langan tíma í dramaköst og lítið gert annað en að kvarta yfir því að þurfa að gera "allt", á meðan Þorgeir heyrir ekkert ef hann nennir ekki að ganga frá. Þegar hann sér að maður hefur ekki lengur þolinmæði til þess að bíða, hendist hann til og gengur frá öllu í einum rykk.
Þeir eru jafn ólíkir þegar kemur að því að búa um rúmið, það er ekki langt síðan Kristófer byrjaði að búa um rúmið möglunarlaust, en hann hefur nú alltaf gert það á endanum. Hann hendir sænginni á rúmið og þá er það sama og búið.

Þorgeir hefur svolítið annan stíl. Hann er nú bara tæplega þriggja ára og nýbyrjaður á þessu, en það mætti halda að greyið væri nýútskrifaður úr Húsmæðraskólanum. Hann byrjar á því að taka sængina og hrista hana til, leggur hana svo varlega á rúmið með sömu takta og nautabanar þegar þeir sveifla rauðu skikkjunum framan í nautin, vandar sig svo að draga hvert einasta horn út og endar á því að laga til bangsana og breiða sængina undurblítt yfir þá. Fyrir vantrúaða er hér sönnunargagn frá því hann gekk frá rúminu í morgun:


Amma og afi í mat



Alveg búinn eftir leikskólann!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters