Friday, November 16, 2007

Afmæli enn og aftur

Og nú er það Þorgeir sem hefur bætt einu ári formlega í kladdann! Drengurinn varð 3ja ára þann 14. nóvember síðastliðinn. Við héldum upp á þetta í örmynd á sjálfan afmælisdaginn en á morgun verður svo formlega afmælisveisla fyrir drenginn! Ég ákvað að reyna að baka núna...með misjöfnum árangri. En fyrir þá sem halda svangir á leið heim þá bendi ég á að í Spönginni sem er á næsta horni eru allmargir skyndibitastaðir, einn veitingastaður, ein sjoppa og tvær matvöruverslanir! Þannig að þið þurfið að minnsta kosti ekki að aka alla leið heim með gaulið gargandi hehe! Nei, nei, ég lofa að það verður ekki svo slæmt....á alltaf haust kex inn í skáp líka.
Annars er lítið að frétta. Er búin að vera svakalega slöpp af einhverri helv..flensu. Er að skána núna en á þriðjudaginn var ég með 39.5 stiga hita á °C takk fyrir! Þegar maður á stórt heimili, tala ekki um vikuna sem undirbúningur fyrir afmæli stendur fyrir, þá slappar maður ekki mikið af. Ég kann líka svo lítið á svona veislur, fer alveg á límingunum. Finnst alltaf svo mikið mál að finna hvaða kökur á að hafa og svona. Enda eins og ég segi, valið klikkaði svolítið. En það reddaðist allt. Næst verð ég búin að prófa þetta allt áður, þetta er bara af því að ég nenni aldrei að baka, annars væri maður kominn með pottþéttan menu! Þetta er bara eins og í gaggó, maður æfði sig aldrei fyrr en í prófunum....með misjöfnum árangri:(((

En annars er allt gott að frétta. Við Kjartan hlökkum mikið til að fara til Boston...svona þegar við munum eftir því að láta okkur hlakka til;))) Það verður kærkomin "hvíld" og víst að undirbúningurinn fyrir jólin liði alltof hratt ef ekki kæmi þessi ferð til. Dagarnir eyðast upp og verkefnin safnast fyrir...núna fær maður næði til að velja jólagjafirnar a.m.k.
Eða kannski maður sofi bara upp á hótelherbergi allan tímann...það er leynilega fantasían mín! Og hver veit nema maður láti þetta eftir sér einhvern tímann...en ég hugsa að ég myndi ekki láta það fréttast....

Hafið það gott elskurnar mínar!

4 Comments:

Blogger Sigga said...

Jiiii...get sko sagt þér það að það klikkaði ekki neitt!! Þakka bara kærlega fyrir þessar dýrindis veitingar:) Hin eilítið þunna stóra frænka var sko sátt það sem eftir var dagsins, og næstu daga á eftir:-D

12:55 PM  
Anonymous Magga frænka said...

Boston já,
ykkur er hér með boðið í kaffi;)
Engar afsakanir, búum á besta stað (við hliðina á Prudential Center) og erum því alltaf í leiðinni.
kv. Magga og Gummi

7:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá...voðalega er maður þunnur eitthvað! Takk kærlega fyrir boðið, höfum pottþétt samband!
Og takk Sigga mín, þú ert svo góð!

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vona ad thu serst ordin hress eftir flensuna.
Og um ad gera ad njota sin i Boston. Maettir alveg sla a thradinn til min ef thu ert i studi:)

Birna

8:53 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters