Tuesday, November 06, 2007

Boston

Hér er hver dagur eins...svo ég hef lítið bloggað. Hef þó smá fréttir, eftir margra mánaða suð, hefur mér loksins tekist að draga kallinn minn með mér til Boston! Við förum í jólaferð, bara tvö, 13. - 16. desember. Ætlunin er að kaupa jólagjafir og ganga um og drekka öl og vera ligeglad. Sjáum til hvort mér takist að tosa nokkra aura úr buddunni hans og kaupa mér smá dóterí...híhíhí. Sófinn má bara bíða ekki satt???

En annars er bara allt rosalega gott að frétta. Strákarnir blómstra, kallinn minn er alltaf jafn sætur og ég þarf að fara að drífa mig í ræktina!!! Er orðin svolítið mjúk...svona er að vera heima allan daginn og borða kex...

Kjartan er farinn að komast í jólastuð og ég, sjálfur Trölli fæ mig varla til að fara með honum í bíltúr þessa dagana. Og senn koma jólin og Heims um ból hljóma í hæsta styrk. Það var nógu slæmt þegar hann setti eitt og eitt jólalag á í JÚLÍ en nú fer að færast harka í þetta...

Já og ég náði í bílinn minn í dag. Það var keyrt á hann fyrir viku og nú er hann eins og nýr. Það er eins og einhver æðri máttarvöld hafi kippt í spotta, því sama dag gáfu bremsurnar sig alveg svo ég varð að gera eitthvað í málunum. Viðgerðarkallinn sagði að bremsurnar aftan á hefðu verið alveg óvirkar og sýndi mér einn bremsudiskinn. Hann var innan við einn sentimeter á þykkt en nýjir eru þeir um 5 sentimetrar...
Sama dag og bremsurnar fóru alveg, (en ég fann það á því að petallinn fór lengst niður í gólf og ekkert gerðist, auk þess sem viðvörunarljós kviknaði í mælaborðinu) fór að snjóa svona rosalega og hálka á götunum, en engin leið að komast að á hjólbarðaverkstæði. Við svona aðstæður keyrðum við um allt til þess að komast á smurstöð og reyna að fá skipt um dekk, þar til ég sá að nóg var komið og keyrði á 20 km hraða heim. Hryllilegt að hugsa til þess ef eitthvað hefði gerst...

En ég lofa að skrifa meira seinna og gaman að sjá myndirnar hjá þér Birna mín!!! Takk fyrir það;))))

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá loksins blogg frá þér=O) og lýst mjög vel á þessa boston ferð hjá ykkur hjónakornum;) þeir urðu þá ekki vinir fyrir tilviljun!! Magnús á við þetta sama jólavandamál og Kjartan og mér heyrist við vera á sömu Tröllabrautinni =D =D hafið það sem allra best og er svo ekki bara mottóið á okkur heimakonur "í kjólinn fyrir Jólin" kram frá Gautó..

2:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ja, thu hefur fengid myndirnar. Reyni ad vera duglegri ad senda. Bara ad eg kynni ad lata myndir a blogid mitt, en er algjor bjani i thvi. Verd ad fa kennslu fra ther.

Birna

9:17 AM  
Anonymous Brynja said...

Hæ elsku Gugga mín,
gaman að heyra að þið ætlið að skella ykkur til Boston. Hefði sko alveg verið til í að kíkja með þér, var að leita af einvherjum en enginn vildi með mér!!
Ég er að koma heim sama dag og þið, þannig að það er auðvelt að muna hvernær ég kem.
Hlakka svo til að sjá ykkur og höllin.
Kveðja úr flóðunum hér hjá okkur í norður Þýskalandi, Brynja

9:49 AM  
Blogger Gugga said...

Gaman að heyra frá ykkur öllum! Hlakka til að sjá ykkur um jólin skvísur!

2:24 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters