Sunday, December 23, 2007

Jólin er´að koma...

Jæja þá er komin Þorláksmessa enn á ný, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Nú ætla ég að reyna að fara að setjast niður og ákveða hvað mig langar til þess að gera á næsta ári...Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef varla haft við því að ákveða hvað eigi að vera í matinn um kvöldið, en nú eru strákarnir allir komnir á leikskóla (þegar þeir eru ekki veikir 7,9,13) svo maður getur farið að ákveða hvað maður eigi að gera.
Ég ætla í fyrsta lagi að halda áfram í mastersnáminu í HÍ. Það ætti nú að takast, þar sem einungis er kennt á mánudögum og þriðjudögum og þá einungis til 14:30...gæti ekki í öllum mínum bænum beðið um betri stundaskrá. Svona getur maður stundum verið heppin, eins og stundaskráin hefur stundum verið ómöguleg. Þannig að ég hef bæði svigrúm til þess að takast á við veikindi (innan vissra marka þó...) og til þess að klára heimalærdóminn!

Ég rétt náði að koma jólakortunum innanlands til skila (ekki alveg öllum þó skamm!) en enn á ný klikkaði ég á að senda jólakort út...ég sem ætla alltaf að föndra allt og allt...en ég er bara ekki búin að vera með heila síðastliðið ár og í sannleika sagt hefur heilastarfssemin verið ansi skert allt frá því að ég fór að hlaða niður börnum! En ég finn að þetta er smátt og smátt að verða einfaldara...

Ég ætla líka að læra á photoshop, er alltaf að bíða eftir því að prógrammið detti í fangið á mér óumbeðið, en á meðan ég þarf að punga út einhverjum tugum þúsunda læt ég þetta bíða!

Ég ætla að fara að hreyfa mig...nenni ekki lengur að lifa í voninni um að passa í sömu stærð og þegar ég var 17 og verða svo alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég fer að máta...og rassinn uppúr og allt!

Ég ætla líka að reyna að gera meira með strákunum, lita meira, lesa meira og allt það...

Ég ætla að fá mér skrifborð og skrappa miklu miklu meira, þá get ég líka vandað mig meira af því að það er engin pressa að ganga frá!

Ég ætla líka að gera nokkra hluti sem ég segi ykkur frá seinna..

Það er alltaf gott að koma þeim hlutum frá sem hvíla þungt á manni, svo ég óska ykkur velgengni með það sem þið hafið ákveðið að gera en ég vona samt að þið séuð bara nokkuð sátt!

Ég óska ykkur líka gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári....takk fyrir árið sem er að líða og öll hin á undan! Vona að þið njótið jólaundirbúningsins og jólamatsins og hlakka til að takast á við nýja árið með ykkur á ný!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters