Wednesday, January 09, 2008

Daglegt líf og netheimar

Þetta var annasamur en mjög ánægjulegur dagur. Ég náði í Kristófer og Þorgeir á leikskólann klukkan ellefu þar sem Kristófer hafði kvartað undan verkjum í hálsi. Ég átti hvort eð er að ná í þá klukkan eitt, þar sem mannekla hefur enn á ný, hrundið af stað skerðingu á vistartíma í leikskólum borgarinnar. Klukkan eitt var svo bókuð 5 ára læknisskoðun á Kristófer, sem hann stóðst með prýði. (Þroskaskoðun og próf fyrst...).
Fyrst fór hann einn inn með hjúkkunni og við Þorgeir slógumst aðeins frammi...minn maður þreyttur og átti erfitt með að vera kyrr;). Þegar við komum inn tjáði hún mér að Kristófer hefði staðið sig eins vel og hægt var og undrunin skein úr augum hennar þegar ég sagði henni að á leikskólanum hefði okkur verið ráðlagt að fara með hann í próf vegna ofvirkni og athyglisbrests. Hún sagði óbeint að það væri svo langt frá því að geta staðist sem mögulegt væri, þetta væri bara skýr og orkumikill strákur sem þyrfti að hafa mikið fyrir stafni. Hún sagði að hún hefði nú tekið á móti nokkrum og það hefði í fyrsta lagi aldrei gengið að senda slíkt barn eitt inn í skoðunina...og hún sagði ýmislegt fleira. Ég var svo ánægð að heyra þetta, enda vorum við Kjartan svo hissa þegar þetta kom upp í leikskólanum, hann er nefnilega búinn að þroskast svo mikið. Hann er alltaf eins og engill þegar við förum með hann í búðir og fleira, það er bara mikið fjör í honum og hann er svolítið stríðinn...Það er litli þriggja ára púkinn sem þarf að vera í handjárnum núorðið....hehehehe!!!
En eftir að þetta próf var búið fórum við til læknisins sem skoðaði hann og vildi senda hann í lungnamyndatöku, þar sem honum fannst surga aðeins í vinstra lunganu. Sem betur fer virðist þó ekkert ama að barninu....7, 9, 13!

Og allt er bara voða gott að frétta af öllum.

En eitt í viðbót...er ég ein um að vera að flippa yfir óvönduðum færslum og kommentum illgjarnra Íslendinga á blogginu???? Áður fyrr fluttu blaðamenn fréttir og gáfu út fréttaskýringar og þá voru þær kröfur gerðar að þeir vönduðu heimildarvinnuna sína, já og hefðu aðgát í nærveru sálar. Í dag eru allir blaðamenn...og enginn virðist þurfa að taka ábyrgð á skrifum sínum!!??? En trúið mér...þannig verður það ekki að eilífu. Við erum bara ekki alveg búin að ná utan um þetta bloggæði sem heltekið hefur þjóðina, allir þeir sem eru með meðvitund eru farnir að blogga. Og það er einmitt málið, það er oft erfitt að átta sig á persónuleika fólks í gegnum bloggið. Þar eru margir sem eru til dæmis formlega greindarskertir og þroskaheftir og blogga svo eins og þeim lystir og fá alls konar komment frá venjulegu fólki...sem ég held að átti sig ekki alltaf á því að það er að ræða við fólk sem hefur kannski ekki getu til þess að hugsa rökrétt.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Wow hvad eg er sammala ther um bloggid. Eg hef nefnilega verid ad kikja inna msl.is og a blogid hja folki og bara ordid mjog reid, svo eg haetti ad kikja a thetta. Fordomarnir eru alveg rosalegir hja sumu af thessu folki. Td, eins og konan sem var tekin i NY fyrir nokkrum vikum og eg var svo vitlaus ad fara ad lesa blogid hja henni og svorin sem hun fekk. Eg held ad 99% af thessu folki hefur aldrei komid til USA og veit ekkert hvad thad er ad tala um nema thad vonda sem er i frettunum. Folk attar sig ekki a thvi ad ALLT thad vonda kemur i frettunum ur heiminum; mord, flod, barnaofbeldi, ofl. Mer hefur oft langad ad senda frett a mbl.is ad i Palm Springs i California getur madur labbad einn i myrkrinu a kvoldin an thess ad vera myrtur, naudgad, eda raendur. En audvitad vaeri thessi frett aldrei byrt. Hun vaeri ekki nogu spennandi. Eg reyni sem mest ad fordast ad horfa a frettir, thvi thetta er bara allt thetta vonda.

Og um Kristofer. Ekki hlusta a thetta folk ad segja ad hann se ofvirkur og blah, blah, blah. Hann er barn sem tharf ad hreyfa sig og tharf a athygli ad halda. Stundum held eg ad heiminum fari mjog versnandi. Allir eiga bara ad taka lyf vid ollu og allt verdur betra.

Birna i solinni a leid til Mexico a morgunn:):):)

10:39 PM  
Blogger Gugga said...

Já ég las einmitt kommentin hjá þessari konu og þau voru ótrúleg! Einn sagði til dæmis að þarna væri komin réttlætingin á því að hann ætlaði aldrei að fara til Bandaríkjanna! Halló! Þetta er nefnilega alveg rétt sem þú ert að segja, auðvitað er í lagi með meirihlutann af fólkinu, það er bara þetta vonda sem kemur í fréttirnar! Hér er nú hægt að lenda í öllum andskotanum ef maður passar sig ekki, eins og alls staðar annars staðar....

En góða ferð elsku dúllan mín og skemmtið ykkur vel! Voðalega er hann Maggi nú sætur og flottur strákur, hann verður greinilega hávaxinn svo það er um að gera að fara að þjálfa hann í körfubolta og láta hann vinna fyrir þér í ellinni hahaha!!!

2:20 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters