Saturday, January 05, 2008

Bara klikk náttlega...






Já erum við ekki farin að skima um eftir hagstæðum tilboðum í sumarferðina...Finnst einhverjum kannski nóg um, en ef ég á að segja satt þá væri ég sko til í að fara í sólina núna í febrúar líka! Þetta skítaveður og kuldi sem er alltaf á þessu skeri hérna er að gera útaf við mig. Svona viðkvæm kona eins og ég er, með mína útsprungnu hendur og bronkítis alltaf á veturna, get bara ekki verið hérna nema í ákveðinn tíma held ég. Þegar ég er sem verst til dæmis á höndunum og er búin að vera að bera á mig áburð og vera í hönskum og ég veit ekki hvað og hvað allan veturinn, þá þarf ég samt ekki nema einn sólarhring í hlýrra loftslagi til þess að sárin grói. Og eftir 2-3 daga, sést ekki einu sinni að ég hafi borið þess merki að vera viðkvæm fyrir kulda. Meira að segja strákarnir fá svona þurrkubletti á fæturnar og bakið eins og ég hef stundum fengið.
Já svo við ætlum bara að taka á stóra okkar og fara með fótboltaliðið út...já það verður fjör! Mig kvíður svolítið fyrir því að passa þá alla á ströndinni, annars staðar er ekkert mál að vera alltaf með a.m.k. einn eða tvo í vagni og kerru. En ef maður fer á ströndina verður maður nú að leyfa Alexander að kæla sig þótt ekki sé meira og þá vandast málið...það má auðvitað ekki líta eina sekúndu af neinum! En ég held að þetta verði í lagi. Og ef það verður eitthvað vesen þá skiptum við okkur bara meira niður...
Við erum ekkert búin að ákveða hvert við ætlum að fara...sem er bara mjög skemmtilegt! Það verður bara fyrst og fremst að vera heitt þar!!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eg skil thig vel med hendurnar thvi thott hitinn herna i eydimorkinni fari ekki nedar en i 4-8 stig a nottunni, tha hefur blaett ur hondunum a mer sidasta manud. Eg bid eftir 45 stiga sumrinu:)
Gaetud komid hingad a "strondina" i sundlaugina mina i sumar. Thid munud allavega ekki kvarta um kulda;)
A hverjum vetri tha trui eg thvi ekki sjalf hversu heit sumrin geta verid herna og er eg buin ad vera herna i naestum thvi 13 ar. Spadu i thvi hvad timinn lidur hratt.

Birna Eydimerkur-rottan

10:44 PM  
Blogger Gugga said...

Væri sko svo til í að heimsækja þig...elskaði að vera í Kaliforníu! Einhvern tíma læt ég líka verða af því;)

2:35 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters