Friday, February 08, 2008

Fréttablaðið

Það er strembin en mjög skemmtileg vika að baki. Ég var í skólanum og svo var ég 3 daga í starfsþjálfun hjá Fréttablaðinu. Ég fékk að gera helling og fyrir glögga lesendur má sjá litla frétt sem ég þýddi og skrifaði í blaðinu í gær og í dag var líka efni eftir mig og ýmislegt ómerkt efni næstu daga. Voða gaman og vikan búin að líða hratt! Að vísu er ég mjög þreytt, Alexander er búinn að vera mjög pirraður því hann er að taka tennur og það hefur verið mjög erfitt fyrir hann. Búinn að vera með hita og varla sofið á nóttunni. Þannig að maður fer að fara í apótekið og kaupa grænt te og svoleiðis! Kannski maður sendi Höllu sms til Flórída og biðji hana um að redda einum pakka...hm.
En eins og ég segi þá hefur þetta verið mjög skemmtilegt! Í næstu viku fer ég svo á RÚV, útvarp og svona gengur þetta næstu fimm vikurnar.
Þannig að maður verður ekki mjög aktívur á öðrum sviðum kannski. Ég vona að ég geti samið við Kjartan því ég þarf mikið að læra um helgina...

Góða helgi,
kk.
g.

2 Comments:

Blogger Sigga said...

Þú átt eftir að rúlla þessu öllu saman upp!!! :)
Núna er snjórinn vonandi að fara svo við getum farið að taka fram hjólin og hjóla loksins yfir til ykkar...hehe..það kemur að því!!! :D

4:46 PM  
Blogger Gugga said...

Já manni finnst nóg komið af þessum napurleika hér á skerinu! Læt mig dreyma um sól og sumar...hlakka til að fá ykkur í vöfflur!;)))

4:02 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters