Friday, January 25, 2008

Fjör í kotinu....

Strákahópurinn minn...



Já það er fjör hér í Sóleyjarimanum í dag. Kjarri úti í Frankfurt á "viðskiptafundi", mega-merkilegur! hehe....


Já hann alltaf að hugsa til framtíðar hann Kjarri minn. Við erum hér heima, Toggi og Alexander búnir að vera slappir, svo Kristó fékk bara að vera heima líka. Eins gott, las svo að það hefði verið varað við því að fólk færi út í óveðrið sem geisaði í morgun.

Hins vegar hefur geisað annars konar óveður hér með köflum og mamman hefur stundum þurft að hækka röddina, ekkert alvarlegt, en hins vegar hefur ekkert verið mikið hlustað á mömmu. Um leið og hún hefur snúið sér við hefur fyrri athöfnum verið haldið áfram....Svona er þetta bara. Ég hef notað tækifærið, þar sem ég hef ekkert þurft að læra (eða getað það er að segja, alla vikuna) og skoðað mikið það sem mig hefur vantað í skrapp- og kortagerðina! Fékk þennan forláta grip fyrir nokkrum dögum og nú er ég að bíða eftir nokkrum stimplum.



Er svo að hugsa um að kaupa mér liti, bíð eftir svari frá Kjartani hann ætlar að athuga þetta úti!
Púff....það tekur á að vera áhugamanneskja um föndurvörur og verslun á netinu! En það er líka gaman, Kjartan segir alltaf við mig að það sé gaman að fá pakka! Líklega er það rétt hjá honum...það er svo spennandi að fá pakka í póstinum, þá hefur maður eitthvað til að hugsa um og hlakka til.
En ég fæ pössun um helgina til þess að reyna eftir bestu getu að klára þau verkefni sem ég þarf að skila á mánudaginn kemur. Svo kemur Kjarri á sunnudaginn og þá getur maður kannski gert eitthvað seinnipartinn...sé það reyndar ekki í anda svo ég ætla að reyna að nýta tímann vel sem ég hef á morgun...
Jæja hafið það gott esskunnar mínnar!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters