Thursday, January 10, 2008

Óstjórn í borginni

Hvað er málið með þessa ónýtu kumbalda niðrí bæ sem á að fara að halda uppá??? Þurfum við virkilega á því að halda að vernda svona drasl sem fellur ekki einu sinni undir verndunarreglurnar samkvæmt fyrstu skoðun, það virðist svo hafa snúist við vegna þess að eitthvað frægt lið er að ybba sig. Finnst þessu fólki virkilega að það sé ekkert annað mikilvægara til þess að eyða peningunum í??? Hvað með leikskólana, þar sem vantar tugi manna til þess að fullmanna þá???? Og sem dæmi þá veit ég dæmi þess að fullfrískur maður með ónýt lungu var tekinn út af biðlista þar sem hann var kominn á aldur (60 ára!) þótt hann ætti mörg ár eftir ef hann fengi aðgerð....Hvað ætli þetta bruðl með þessa ógeðslega ljótu og ónýtu húsakofa gæti heilað marga veika??? (Ég veit að það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að halda uppi heilbrigðiskerfinu, en ég tek þetta sem dæmi um skrítna forgangsröðun hér á landi.) Og svo ég tali nú ekki um hvað miðbærinn má við andlitslyftingu!!! Mig minnir að það hafi verið talað við arkitekt (frægan en ég man ekki nafnið) í kringum brunann á gamla húsinu við Lækjargötu og hann sagði að það þyrfti að byggja nýtt í bland við gamla. Í borgarferðamálafræði er talað um það að við eigum að vernda það gamla en ekki alltaf á kostnað á þess nýja, sagan endurnýjar sig og húsin endurspegla þá tíma sem eru hverju sinni. Nú erum við til og þá megum við taka ákvörðun um að rífa eitthvað niður sem löngu er hætt að þjóna tilgangi sínum og byggja nýtt sem hentar okkar tíma. Í Brussel til dæmis er af og til byggt nýtt, en það þarf að fara eftir ströngum reglum, til dæmis varðandi hæð húsanna sem þarf að vera í samræmi við borgarlandslagið.
Af hverju er í lagi að endurbyggja hús algerlega þannig að ekkert stendur í raun eftir af uppruna þess, en má ekki byggja hús sem er í stíl við miðbæinn og er kostað af einkaaðilum sem munu koma til með að græða á þessu og vonandi allur miðbærinn????? Þetta er skítapólitík og ekkert annað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters