Thursday, January 17, 2008

Góður dagur

Jæja, þá er dagurinn hálfnaður og ég búin með viðtalið. Þetta gekk nú bara öllum vonum framar. Ég var kannski fullmikið að grípa frammí og eyðileggja flæðið og segja jájájájájá...en ég var að minnsta kosti meðvituð um það og ég veit að þetta kemur allt með æfingunni! Ég var bara mjög glöð og ánægð og sérstaklega ánægð með að vera í þessu námi eftir að ég kláraði. Fann allt í einu til mikils léttis og gleði....kannski er ég bara í síðasta náminu mínu og verð EITTHVAÐ eftir að ég klára það. Þá get ég tekið eitthvað annað svona að gamni mínu...ég er allavega voðalega bjartsýn í augnablikinu. Ég er líka eitthvað svo ánægð með hvað verkefnin vaxa mér ekkert í augum. þegar ég var í áfanganum eigindlegar rannsóknaraðferðir fyrir örugglega 3 árum, þá miklaði ég það svo mikið fyrir mér að taka viðtöl. Hélt ég fyndi engan og þorði varla að tala við fólk, nú er ég bara að hugsa um hvern ég gæti talað við sem hefði eitthvað áhugavert að segja. Ég hef engar áhyggjur af því þótt fólk segi nei og voðalega litlar áhyggjur af því við hvern viðtalið sé. Auðvitað er fólk misjafnlega tilbúið til þess að koma í viðtal hjá óbreyttum mastersnema, en það er bara allt í lagi, ég skil það mjög vel!

Kannski er ég farin að finna fyrir því að lífið er ekkert endalaust og maður á að láta vaða á meðan maður mögulega getur....ég veit eiginlega ekkert hvað það getur annað verið því ég hef aldrei verið jafn kvíðalaus!


En annars er allt ágætt að frétta. Krakkarnir í stuði og við bara nokkuð sátt. Erum ekki farin að vinna almennilega í því að fá aðstoð á heimilið, en það kemur þegar við erum í stuði til þess að takast á við það. Núna er maður hálfvegis að humma þetta fram af sér því manni finnst þetta dýrt, manni finnst áhætta að fá fólk til þess að vera inni á heimilinu og með strákana og svo er maður með hálfvegis samviskubit því manni finnst vegið að súperkonu og karls ímyndinni held ég. Hmmmm.


En allt búið að sinni....
Og huldumaðurinn er......


.....Egill Helgason.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sorry ingorid i mer,.........hver er thessi Egill Helgason?? Svo mikid af nyju fraegu folki komid a Islandi sem madur veit ekkert hver er. Mamma kemur td. alltaf med sed og heyrt blod og eg veit ekkert hvada folk thetta er, nema tha Bjorgvin Halldorson, Palmi Gunnarson og eitthvad svona. Hahahahahahahaahahaahahaa.

Annars mun eg ekki segja nei vid vidtali, thvi eg hef fra svo morgu skemmtilegu ad segja:):)

Ja, og um ad gera ad njota lifsins og nota hvert taekifaerid sem gefst. Eg er nefnilega a krossgotum nuna og er svona bara ad spa i ad fara til Afriku i 3 manudi, en ALLIR eru a moti thvi og segjast fa taugaafall ef vid forum.

Birna i solinni:)

9:06 PM  
Blogger Gugga said...

Heyrðu þetta er einn frægasti spjallþáttastjórnandi á Íslandi, er búinn að vera 10 ár í sjónvarpinu. En hann er að vísu kannski með þætti sem ekki allt ungt fólk hefur áhuga á, bókmenntaþátt og stjórnmálaþátt (reyndar ekki bara stjórnmálaþáttur, heldur er farið í það markverðasta í umræðunni).
En ég skil vel að þú viljir fara til Afríku, það er geggjað spennandi. Hins vegar skil ég fólkið þitt vel, það er komin svo mikil óstjórn í þessari heimsálfu. Var ekki gott fyrir en var að minnsta kosti í jafnvægi, nú er jafnvel farið að slátra almennum borgurum í ferðamannalandi eins og Kenía og þar eru milljónir manna komnir á vergang. Það er bara svo mikil spilling í þessum heimshluta og fólk er svo sundurslitið, margir ættbálkar sem berjast um völd og fólk kann bara ekki að stjórna eins og gert er í Vesturlöndum, þetta er flókin saga, fólk var neytt til þess að vinna fyrir hvíta manninn á nýlendutímanum og svo þegar það leystist upp á sjöunda og áttunda áratugnum áratugnum og hvítir menn gáfu völdin til innfæddra, kunnu menn bara ekkert að fara með þau. Það var líka ekki alltaf farið sanngjarna leið til þess að skipta völdunum niður og það olli mikilli óánægju í samfélögunum sem kraumar enn undir niðri. Það er líka svo mikið af sjúkdómum og neyð, en engir innviðir til þess að takast á við þett, það er bara verið að dæla pening í eitthvað rugl og minnst af því skilar sér til fólksins. En til hvers ertu að fara, í hjálparstarf eða bara skoðunarferð???

2:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hefur alltaf verid draumur ad fara i hjalparstarf og leyfa Magnusi ad sja ad thad hafa ekki allir thad eins gott og hann hefur thad.

En thetta er bara hugmynd sem eg er enntha ad melta med mer. Margt eftir ad skoda og spa.

10:44 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters