Wednesday, January 16, 2008

Gleði og vonbrigði

Vorum að reyna að finna nýjan leikskóla handa strákunum í Grafarvogi í morgun. Því miður er þetta ekki rétti tíminn til þess að skipta. Okkur langar að fá þá hingað og svo finnst okkur þetta líka ágætis tími fyrir tilbreytingu hjá þeim...

En við setjum þá á lista og sjáum til.

Ég er byrjuð í skólanum og líst mjög vel á þetta. Það er auðvitað strax byrjuð svaka heimavinna og ég geri ekki neitt, hvorki les né leysi verkefni. Er maður ekki týpískur. Er reyndar að fara að taka viðtal við mjög frægan mann á morgun, fyrsta verkefnið í blaða og tímarita áfanganum. Ákvað bara sjálf að taka viðtal við þennan fræga og klára mann í stað þess að reyna að finna einhverja fjarskylda vinkonu...svo ég sendi honum bara meil og hann samþykkti strax að tala við mig! Engir stjörnustælar þar...vona bara að hann taki mig ekki í bakaríið á morgun! Hann er nefnilega þekktur þáttastjórnandi og tekur menn í nefið hægri og vinstri....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters