Thursday, May 31, 2007

Karlmenn eru allir eins...

...þegar kemur að klósettvenjum. Komon, hvað er þetta með að pissa á nýja fína klósettið mitt í Sóleyjarima og láta það svo bara vera þar og harðna og úldna??? OJ. Klósettið bara skilið eftir opið og svo kemur næsti og pissar oní gamla pissið...
Já verði ykkur að góðu því ég ætla ekki að hreinsa upp eftir ykkur iðnaðarmannakallar...ég kem ekki með ajaxið fyrr en allt er um garð gengið.
Hvern er ég að plata? Ég get ekki beðið eftir að arka upp eftir með oxygelið og spreyja hvern krók og kima á klósettskálinni og þurrka svo vel á eftir.
Ætli þeir myndu skilja hintið ef ég léti oxy-þurrkur á stól við hliðina á klósettinu???

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hengdu STORAN mida fyrir ofan klosettid: "Don't care what your urine looks like and sure don't want to smell it, so please flush!"

:) Birna

9:34 PM  
Blogger Gugga said...

hahaha....annars hef ég mestar áhyggjur af því að þeir hitti ofan í klósettið!!!

1:02 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters