Saturday, May 26, 2007

Ævintýradagur án mikillar fyrirhafnar

Kjartan og tengdapabbi fóru að leggja parketlista í húsinu í dag, svo ég og strákarnir fórum í bíltúr og leituðum uppi ævintýri. Fyrst fórum við til ömmu Heiðu þar sem Kristófer spilaði á Spidermanspil við ömmu,


Þorgeir Sölvi keyrði um allt á tryllitækinu á myndinni,


og Alexander náði að slaka svolítið á í ferðarúminu sem hér sést.


Að því loknu fórum við til ömmu Guðfinnu þar sem við vorum í góðu yfirlæti fram á kvöld. Kristófer fékk að fara með ömmu í Bónus því hann er svo stór og stilltur og Þorgeir var ekki mjög ánægður með það. En brúnin lyftist þegar afi mætti á svæðið með Sleipni og litli hestamaðurinn fékk að fara á bak!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eg tharf ad fa kennslu hja ther hvernig eg get latid inn myndir a blogid mitt. Kann thad ekki :(

Birna

5:00 PM  
Blogger Gugga said...

Ég var með blogg á Vísi og það er aðeins meira mál. Þú þarft að setja inn sérstök tags sitthvorum megin við slóðina á myndinni....semsagt fyrst þarftu að copera slóð á myndinni þinni, til þess þarftu að vera með myndaalbúm á síðu eins og msn. Já það er voða lítið mál þegar þú ert búin að setja það upp en ég þarf að rifja upp hvernig það var gert!!!

1:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

HÆ hæ.. jahérna ekki vissum við að þið væruð búin að bæta við 3 stráknum =O) gaman að sjá myndir þetta eru gullfallegir strákar, það verður gaman að koma með stelpurnar í lok sumars til ykkar... kær kveðja frá Gautaborg=O) Einara og Tannálfar.

5:04 AM  
Blogger Gugga said...

Í alvöru! Hahaha....þetta hefur gerst hratt. Það verður fjör þegar við hittumst öll:))))

9:41 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters