Thursday, May 24, 2007

RapeLay

Já nú er nýjasta æðið í tölvuleikjunum komið á sjónarsviðið, leikur sem virkar svo spennandi að ég get ekki beðið eftir því að strákarnir mínir fái tækifæri til þess að spreyta sig á honum og fleiri álíka leikjum. Í þessum firrta heimi er nauðsynlegt að viðkvæmar barnssálir fái tækifæri til þess að æfa sig í að nauðga, drepa og meiða. Í fyrrnefndum leik er fjallað um ævintýri söguhetjunnar chikan (öfuguggi á japönsku), en hann hefur það fyrir sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Ein konan vísar lögreglunni á hann eftir að hafa orðið fyrir barðinu á honum. Í kjölfarið tekur hann að hefna sín og nauðgar konunni sem kærði hann auk systur hennar og móður. Þegar hann er búinn að nauðga þeim öllum getur hann óhindrað haldið áfram að nauðga þeim hvar og hvenær sem er og þar sem búið er að sigra þær geta þær ekki neitað því að taka þátt í þeim kynlífsathöfnum sem hann vill.
Já þetta er eitthvað fyrir unga og upprennandi karlmenn og unglingspilta. Frábær boðskapur í saklausu formi. Og lögreglan er að skoða þetta. Gott hjá henni. (Á vef mbl.is í dag.)

3 Comments:

Blogger Gugga said...

Svavar Lúthersson sem heldur úti vefnum, segist ekki sáttur við að taka leikinn út nema þetta reynist ólöglegt, segir að þetta snúist um upplýsingafrelsi (????hvernig þá, hvaða upplýsingar, já að sýna hvernig eigi að nauðga???). Hann segist aðspurður ekki vera sáttur við það að verið sé að kenna hvernig eigi að nauðga, en segir jafnframt að margt verra sé í gangi í þjóðfélaginu í dag....what???????????????????????
Ég sem hélt að nauðgun væri einn versti glæpur sem til væri. En nei...greinilega ekki!!!

12:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hef ekki heyrt um thennan leik herna i Ameriku, en ef hann er til, tha verdur hann bannadur. Vona ad thad sama muni gerast a Islandi og allstadar annarsstadar. Svona leikir eiga ekki ad vera til. Eg er yfir hofud mikid a moti tolvuspilum, en gaf Magnusi minum tolvuspil fra Leapfrog thar sem hann laerir i leidinni. Leikirnir eru bunir til thannig ad madur tharf ad leggja saman numer, stafir, litir, osfrv. og haegt ad kaupa leiki uppi 10 ara aldur. Mjog snidugt. En allt sem vid kemur ofbeldi a ekki ad vera til og verdur ekki til a minu heimili.
Birna i Palm Springs

1:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Thessi Svavar thyrfti ad vera hennt inni steininn og notadur fyrir adra fanga til ad leika ser ad. Tha mundi hann kannski breyta um skodunn.

Birna

1:03 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters