Friday, May 18, 2007

Krakkakot

Já það er fjör í kotinu þessa dagana. Enginn leikskóli og íbúðin er eins og sprengjusvæði! En þetta er gaman. Þorgeir er búinn að sofa tvær nætur í röð inni hjá mömmu. Í fyrrinótt þorði ég ekki annað en að hafa hann af því að hann rotaðist næstum því á stofuborðinu og í nótt vaknaði hann við miður skemmtilegan hund sem ruddist inn í draumaheiminn hans. Þegar mamma svo kom inn þá trylltist hann, hélt ég væri hundurinn eða eitthvað.
Við fengum múrara til að klára baðherbergin og setja upp tækin. Það fara að koma innréttingar og hurðar og okkur langaði bara að klára þetta einn tveir og tíu! Það er frábært að sjá hvað þetta er flott gert hjá Jóni, Kjartani og Frikka...það sést þegar fúgan er komin á veggina og allt lifnar við. Þetta er samt ekki búið en komið langt á veg enda mest frágangur eftir.
Kjartan er svo búinn að vera að dútla við stigann svo það sé hægt að fara að setja handriðið upp. Mig grunar að við ættum að geta flutt inn skömmu eftir mánaðarmót. Enda verðum við að fara að drífa okkur. Megum vera hér í síðasta lagi til 17. júní og tíminn er fljótur að líða.
Jón og Gunna eru að fara til Halifax á morgun! Versla, versla, versla.....það verður stuð hjá þeim.
Við sitjum eftir og reynum að skemmta okkur yfir nýjustu tíðindunum í pólitíkinni. Björn Bjarnason blótar Jóhannesi í Bónus, Árni Johnsen er að fara á þing eftir að hafa rænt alla þjóðina í beinni útsendingu og setið á hrauninu fyrir og Ingibjörg Sólrún er að fara að sjá langþráðan draum rætast. Hvað gæti verið skemmtilegra en það???????

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters