Saturday, May 19, 2007

Allir þreyttir

Ég veit það. Ég er langlang...sætastur í öllum heiminum!


Kjartan er á leiðinni út með strákana í enn eina byggingavöruverslunina. Hann verður örugglega eitthvað að vinna í húsinu í dag og ég með strákana. Það eru allir mjög þreyttir og það gengur mikið á...Ég veðja á að sumir sofni mjög fljótlega eftir að komið er út í bíl!
Ég er búin að opna nýjan link fyrir neðan myndalinkinn. Þar ætla ég að setja inn jólakortin og skrappsíðurnar sem ég er að skapa mér til ánægju og yndisauka þegar ég hef tíma. Vona að þið hafið gaman af. Stefni svo á að setja inn myndir í photos á eftir...
Hafið það gott í dag.

2 Comments:

Anonymous Hrafnhildur said...

Hæ hæ Guðbjörg mín.
Innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn. Við náðum nú ekki að hittast á deildinni og hittumst þá vonandi í staðin þegar fer að hægja um hjá þér. Við tökum þá einn göngutúr hér í Grafarvoginum. Þeir eru ekkert smá flottir prinsarnir þínir þrír. Og frábær nöfn á þeim öllum :0)
Kvitta heilan helling núna þar sem ég hef ekki getað kvittað hingað til. Vona að það sé í lagi.
Kveðja Hrafnhildur og Arngrímur Benedikt

12:20 PM  
Blogger Gugga said...

Takk fyrir að líta við! Ég hef ekkert smá gaman af öllum kommentum og svoleiðis. Hlakka líka svakalega til að koma í Grafarvoginn og rölta um með þér og sæta Arngrími Benedikt ;).

4:36 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters