Monday, May 07, 2007

Búið að parketleggja!

Ofurmennirnir eru búnir að parketleggja! Já Frikki, Toggi og Kjartan kláruðu að parketleggja í gærkvöldi...enda eru þeir með marða putta, harðsperrur og slitnar sinar! En allt sem hægt var að klára er semsagt komið, það vantar örfáa borða í eldhúsið sem ekki er hægt að leggja fyrr en sökklarnir undir eldhúsinnréttinguna eru komnir og svo verða listarnir settir eftir að búið er að koma hurðunum fyrir. Það fer að styttast í þær og eldhúsinnréttinguna, tíminn líður ótrúlega hratt. Þeir áætla að byrja á uppsetningu 20. maí! Þá þurfum við að fara að ákveða hvaðan við ætlum að fá borðplötu, en það tekur að minnsta kosti 2 vikur að sníða hana til.
Jæja, ég reyni að setja inn myndir af húsinu í dag. Bestu kveðjur frá Guðbjörgu, Alexander og Þorgeiri sem er með einhvern leiðindahósta og er því heima í dag!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters