Friday, June 01, 2007

Afmælið mitt og fleira skemmtilegt í lok maí/byrjun júní

Váááá......

Sjáið bara hvað ég á rómantískan mann! Ég fékk nafnlausa rósasendingu á afmælisdaginn og var hálf ráðvillt. Hélt kannski að hún hefði verið frá leynilegum aðdáanda...en Kjartan sannfærði mig um að hann hefði sent hana...damn. Jæja, við örvæntingafullu húsmæðurnar látum okkur bara dreyma áfram. En án gríns þá var þetta rosalega gaman og lífgaði sannarlega upp á hvunndaginn!


Alexander krútt á leiðinni í bað.


Þorgeir og Kristófer 31. maí...ansi þreyttir og ekki í stuði til að brosa fyrir myndavélina...


En þá er maí liðinn, þetta hefur verið ágætis mánuður, bjartur og fínn. Ekki mjög heitur en þetta stendur allt til bóta er það ekki? Verður víst meðalsumar hér á Fróni...
Við erum ekki á leiðinni til Tyrklands eða Spánar til að fá hita í kroppinn að þessu sinni...fáum rushið frekar í hvert sinn sem við förum í bygginga- eða heimilisvöruverslanir og kaupum inn fyrir Sóleyjarima...
Það sem er að frétta af þessu draumaverkefni okkar er annars það að eldhúsinnréttingin er á fullum swing, kom smá babb í bátinn í dag þegar þurfti að laga staðsetningu á nokkrum tenglum áður en smiðurinn gat haldið áfram, en við höfðum bara samband við handlaginn.is sem voru ekki seinir á sér að redda rafvirkja.
Það getur verið að það verði að skipta um stiga, gæti verið erfitt í framkvæmd en allir eru sammála um að hann sé ekki alveg eins og hann ætti að vera. Það kemur í ljós á mánudaginn hvernig þeim málum verði reddað...
En annars óska ég ykkur öllum bara innilega gleðilegrar helgi, ég verð að skottast með strákunum mínum á meðan pabbi fer að klára að leggja parketið með afa. Stuð!!!!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Guðbjörg mín=*... já þetta getur hann karlinn, komið þér enn á óvart=D kram frá Gautó...

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med daginn. Man ad thad var einhverntimann i May, en var ekki viss hvada dag.

OH, eg verd meira og meira ofundsjukari uti thig thegar eg les um nyja husid ykkar. Get ekki bedid thangad til eg kaupi mer hus i vetur, og langar einmitt ad kaupa mer fixer upper og hafa pabba i vinnu hja mer :) og fara i byggingarvoruverslanir ad kaupa inn.

Eg skal reyna ad senda sol og hita nordur. Her er bara thetta typiska sumar; taep 40 stig og fer hitnandi. Fer i gongur kl 9 ad kvoldi til, en thetta verdur madur ad thola fyrir ad hafa 9 fraebaera manudi a ari.

Birna i Palm Springs

12:13 PM  
Anonymous Hrafnhildur said...

Til hamingju með afmælið :0)
Kv Hrafnhildur

3:16 PM  
Blogger Gugga said...

Takk takk...ég sjálf er skelfileg í að muna afmælisdaga ;)))) Skiptir ekki öllu, ég held upp á fertugsafmælið en þessa dagana er maður bara heima að horfa á Bold and the Beutiful!

2:12 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters