Tuesday, June 05, 2007

Íslenskt sumarveður

Ég sit inni í rólegheitum. Skrapp út í dag og var að sinna nokkrum smá-erindum, en var fegin að komast aftur inn í hlýjuna. Nú sit ég semsagt við tölvuna og hlusta á rokið og rigninguna sem ræður ríkjum úti fyrir. Það er samt ekki eins notalegt og þegar maður er í einbýlis- eða raðhúsi þar sem maður heyrir rigninguna berja þakið. Í fjölbýlishúsi er takmarkað hversu mikið maður heyrir því maður er svo vel dúðaður af veggjum...
En það er að komast niðurstaða í stigamálið, hann verður ekki tekinn niður þar sem það er of mikið mál (þyrfti að taka hann niður með loftpressu, með tilheyrandi látum), en í staðinn verður hann tekinn eitthvað í gegn, styrktur og múraður upp á nýtt.
Ég er ekki búin að ákveða mig enn með gardínur, off-white, ljósgráar (virka eins og hvítar) eða beige??? Hvað finnst ykkur? Er beige eins og það sé búið að reykja í 30 ár í húsinu, það sagði kallinn í gardínubúðinni þegar ég spurði hann útí beige (sem ég var þá eiginlega búin að ákveða að taka ehem). By the way, leðurstólarnir okkar eru beige...hvað er annars beige á íslensku, já það er semsagt drapplitaður/eða ljósbrúnn. En ég er að tala um alveg ljós-ljós-ljósan!!!!
Það er semsagt lítið að frétta, jú búin að panta sorptunnu og kallarnir í trésmiðjunni skrópuðu í dag og í gær svo eldhúsið tefst enn....

Það má alltaf reikna með nokkrum aukamánuðum þegar maður tekur við húsi sem er tilbúið til innréttinga. Sérstaklega þegar maður fær það rétt fokhelt!!

Oh, mig langar svo í eina viku til Tyrklands...skoða Pamukale og Ephesus...slaka á, borða vel og versla teppi. En.....

Njótið dagsins!

5 Comments:

Anonymous Berglind said...

phúff þetta er ekkert smá erfitt job að velja hin minnstu smáatriði í húsið sitt, alltof mikið sem maður þarf að pæla í, ...en samt örugglega hrikalega gaman. Æh hvað það hefði verið gaman að spjalla við þig þegar við ,,hittumst" á Laugaveginum, allavega gaman að sjá þig;)

Ég myndi velja beige gardínur, og nýja fína húsið mun eflaust ekki líta út fyrir að vera einhver reykkompa þannig að ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessum gardínusala, sem btw er greinilega mjög góður, dissaði ákkúrat litinn sem þú ætlaðir að kaupa þannig að ekki græddi hann á frú Guðbjörgu þann daginn:)

11:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha! Láttu mig vita þegar þú kemur næst, þá fer ég með þig í túr í nýja húsinu!

3:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Oh, hvad mer langar i rigningu. Her komu nokkur dokk sky yfir i gaerdag og rok med og foru allir a baen um ad thad mundi rigna, en ekki kom dropi :( Man ekki hvenaer rigndi her sidast; einhverntimann i vetur enda er enginn snjor i fjollunum :( Vonandi verdur ekki vatnsskortur i sumar.
Ljosbrunn thydir ekkert ad thad se buid ad reykja i husinu i morg ar. Veldu thad sem ther finnst flott og ekki hlusta a solufolk, enda var thessi ekki godur.

10:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Birna :)herna fyrir ofan. (Thu fattadir thad orugglega nema ad thu eigir fullt af vinum sem bua i eydimork)

10:30 AM  
Blogger Gugga said...

Ótrúlegt hvað fólk getur náð manni....maður er búinn að ákveða eitthvað en fer svo að efast um allt. En vona að þér gangi vel í board examinu!!!

12:34 PM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters