Saturday, February 16, 2008

Útvarpsstjarnan fer á 24 stundir næst

Þá er útvarpskaflanum í þjálfuninni lokið. Hann gekk bara mjög vel og í gær unnum við Klara pistil og tókum viðtal og ég las svo upp pistilinn í síðdegisútvarpinu í gær! Mega gaman.
Það getur vel verið að það heyrist eitthvað í okkur á Rás 1 um helgina en ég veit ekki hvort eða hvenær það kemur svo ég segi ekkert meir.
En annars þá er það blaðið 24 stundir sem við heimsækjum næst. Það er mjög gaman að sjá þetta allt og prófa, en það tekur virkilega á. Sérstaklega þar sem maður nær ekki að koma sér almennilega inn í tölvukerfin sem eru æði mismunandi á milli staða á þessum stutta tíma.

En annars er allt mjög gott að frétta, strákarnir hraustir og í fínu formi og allir nokkuð glaðir bara!

KK.
g.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters