Friday, June 15, 2007

Draumnum seinkar

Það lítur ekki út fyrir það að við séum að flytja inn í Sóleyjarima á næstunni. Það á eftir að laga stigann og þegar það er búið (en ég held ekki í mér andanum á meðan ég bíð eftir verktökunum) þá á eftir að setja upp handriðið. Fyrr flytjum við ekki.
En það er rífandi gangur í tréverkinu. Smiðurinn hann Kristján er að verða búinn að setja upp eldhúsið og það er klikkað flott...set inn myndir fljótlega. Það er líka búið að setja hurðarnar upp og það var byrjað að setja upp innréttinguna á baðið uppi í dag.
Í morgun var sumarhátíð hjá strákunum og ég kom með þeim í skrúðgöngu. Svo fórum við Alexander en strákarnir grilluðu pylsur...set inn myndir fljótlega af þessu líka.
Alexander var mjög pirraður í dag og grét mikið. Mamma hans er að gera hann vitlausan á öllu þessu flandri út um allt, alltaf að kaupa og skoða í húsið. Í dag þurftum við að kaupa húna á hurðarnar, velja hanka á eldhúsinnréttinguna og kaupa vask og blöndunartæki...allt á sitthvorum staðnum. Það var þreyttur og útgrátinn gutti sem sofnaði með mömmu sinni í stóra rúminu hennar í dag...hjartað mitt var að springa þegar hann grét sem mest. En ég held að hann hafi jafnað sig greyið og við hvíldum okkur vel á meðan pabbi fór með hina strákana til læknisins og svo fóru þeir að panta mælingu á borðplötuna í eldhúsið.
Þegar það var búið fóru þeir í Hagkaup að versla, en það er mikið í uppáhaldi hjá litlu mönnunum. Pabbi þeirra leyfir þeim að vera með sitthvora litlu kerruna og svo fá þeir að tína það sem pabbi kaupir í þær og hjálpa pabba. Hann sleppur þannig við að keyra kerru sjálfur...barnaþrælkun??? Hahaha.....

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Seinast þegar ég fór í Hagkaup þá var ég komin 9 mánuði á leið og Tómas Nói ákvað að hlaupa um alla &%$#$%& búðina og fela sig. Síðan var kallað upp í kallkerfinu ,,hei allir að passa sig það er snaróð belja hlaupandi um búðina, passið ykkur á henni"

Nei ok:) en það er ekkert smá mikið að gera hjá þér kjella, hefði verið til í að setjast með þér á kaffihús um daginn þegar við ,,hittumst" á Laugaveginum. Tvisvar næst. Mbk, Berglind.

mademoiselle.bloggar.is þar eru mínar djúpu djúpu pælingar.

5:57 PM  
Blogger Gugga said...

Já ég bíð eftir kallinu um að þú sért komin í bæinn!
p.s. Mér finnst Kjartan hetja, hef enn ekki treyst mér með skarann í Hagkaup...:)

3:59 AM  

Post a Comment

<< Home

Free Hit Counters
Web Site Counters